fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Gunnar Jóhann opnar sig í fangelsinu í Noregi: „Það hjálpar mikið að þykjast kunna ríma“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 24. september 2019 10:10

Gunnar Jóhann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem hefur játað að hafa orðið hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana, opnar sig á Facebook og birtir þar ljóð. Gunnar Jóhann lokaði Facebook-aðgangi sínum eftir morðið en virðist hafa opnað aftur á aðganginn nýlega.

Gunnar Jóhann birtir tvö ljóð til barna sinna og veita þau ákveðna innsýn inn í hugarheim hans. Gunnar Jóhann hefur neitað því að um ásetningsbrot hafi verið að ræða og segir atburðinn hafa verið slys. Rannsókn málsins í Meham í Noregi er lokið og er það komið á borð saksóknara.

Sjá einnig: Kærasta Gísla er barnsmóðir Gunnars – „Ég skírði son minn í höfuðið á honum“

Hann neitar því að hafa komið að heimili Gísla Þórs með þann ásetning í huga að verða honum að bana. Gunnar Jóhann á að baki langan sakaferil á Íslandi. Hann hefur meðal annars verið dæmdur fyrir nauðgun og ofbeldisbrot.

Hér fyrir neðan má lesa ljóð sem Gunnar birtir á Facebook og segir að sé ætlað ungri dóttur hans. Þess má geta að kærasta Gísla heitins er barnsmóðir Gunnars. DV hefur afmáð nafn dóttur hans í ljóðinu.

Elsku X

Pabba þótti leitt að fara

Núna skal hann dómaranum svara

Útaf hverju?

Æji að því bara

Svona til vara…

 

Þetta er eflaust erfitt að skilja

Já það er erfitt að skilja

 

En eitt máttu vita X

Pabba þykir þetta vera mikil pína

Að fá ekki lengur að sjá brúnu augun þín skína

Hvað þá brosið þitt stóra blíða

 

Það er svo margt sem ég átti eftir þér að sýna

Það verður núna einhvað að bíða

Þótt pabbi sé langt í burtu, já sko næstum í kína

Þá máttu aldrei halda að þú sért honum búin að týna

 

Pabbi er með mynd af þér svo fína

Sem hann á vegginn í klefa sínum er búin að líma

Þar situr hann og starir á hana í langan tíma

Hugsar fallega til þín, stútfullur af kvíða

 

Hversu lengi ætlar þessi tími að líða

Hvenær fær hann eiginlega að sjá litlu stelpuna sína

Við þessar hugsanir er hann nú að glíma

Það hjálpar mikið að þykjast kunna ríma

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 dögum

Foktjón varð á Ísafirði

Foktjón varð á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna