fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Endaði á ljósastaur vð Arnarnesveg – Grunur um hraðakstur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. september 2019 08:46

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umferðarslys varð á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesveg upp úr miðnætti í gærkvöld þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún endaði á ljósastaur.

Farþegi í bifreiðinni var fluttur á slysadeild til aðhlynningar, en bifreiðin skemmdist þó nokkuð og var óökufær á eftir.

Í skeyti frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að rannsókn málsins sé í gangi en grunur leikur á að um hraðakstur hafi verið að ræða sem olli því að ökumaður missti stjórn á bílnum.

Nóttin var að öðru leyti tíðindalítil hjá lögreglunni. Einn var þó handtekinn vegna gruns um rúðubrot í Bæjarlind upp úr miðnætti og þá var einn handtekinn á Miklubraut rétt fyrir klukkan tvö í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Þá var lögreglu tilkynnt um þjófnað úr verslun á Vesturlandsvegi og voru höfð afskipti af einum aðila nokkru síðar. Maðurinn viðurkenndi þjófnaðinn og var vörunum komið til skila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gleðileg jól kæru lesendur

Gleðileg jól kæru lesendur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Maðurinn er fundinn

Maðurinn er fundinn