fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Þrjú andlát tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. september 2019 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem fannst látinn við Sprengisandsleið norðan Vatnsfells síðastliðinn föstudag var tékkneskur, fæddur 1975.

Í frétt á vef lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að maðurinn hafi verið einn á ferð á hjóli sínu og var aðstandendum hans tilkynnt um málið með aðstoð ræðismanns Tékklands sama dag.

„Krufning er áætluð á morgun en eins og fram hefur komið eru ekki vísendingar um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað. Maðurinn hafði farið á hjóli sínu víða um Vestur- og Norðurland ásamt þekktum hálendisleiðum og var á leið úr Öskju um Sprengisand í Landmannalaugar.“

Lögregla segir að tvö önnur andlát hafi verið tilkynnt til lögreglunnar í vikunni og eru þau rannsökuð eins og skylt er þegar andlát verður utan sjúkrastofnunar.

„Þá fer að jafnaði fram krufning á líki hins látna nema unnt sé að ákvarða dánarorsök með óyggjandi hætti af ummerkjum á vettvangi og sjúkrasaga viðkomandi sé þess eðlis að krufning sé óþörf.“

Að sögn lögreglu hefur á þriðja tug krufninga verið gerðar það sem af er ári samkvæmt beiðni embættisins. Að jafnaði eru það aðstandendur sem gefa leyfi sitt fyrir því að krufning fari fram.

„Mörgum finnst, við fyrstu skoðun, óþægileg tilhugsun að það þurfi að fara fram krufning en hinsvegar reynist mörgum mun betra að fá þær upplýsingar sem krufningin gefur þar sem að slíkt auðveldar úrvinnslu málsins fyrir aðstandendur því þá er vitað með vissu hvað hafi í raun gerst,“ segir lögregla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Foktjón varð á Ísafirði

Foktjón varð á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur