fbpx
Föstudagur 23.júlí 2021
Fréttir

Íslenskur hugbúnaður notaður á Indlandi – Indversku sjúkrahúsin eru þegar farin að deila smáforritinu

Karl Garðarsson
Sunnudaginn 15. september 2019 18:00

Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Retina Risk og appið. Mynd: Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Risk ehf. er í viðræðum við fimm stór indversk sjúkrahús, með um hálfa milljón sykursjúkra einstaklinga á skrá, um notkun á nýju smáforriti sem reiknar út einstaklingsbundna áhættu á því að viðkomandi þrói með sér augnsjúkdóma vegna sykursýki, sem getur leitt til sjónskerðingar eða blindu. Hugbúnaðurinn reiknar út hvenær sé skynsamlegt fyrir einstaklinginn að koma til augneftirlits í samræmi við einstaklingsbundna áhættu hvers og eins.

Þessi byltingarkennda tækninýjung, sem er hönnuð fyrir síma, er hugarfóstur þremenninganna Einars Stefánssonar augnlæknis, Örnu Guðmundsdóttur innkirtlalæknis og Thors Aspelund, prófessors í stærðfræði. Þau eru fólkið á bak við algóritma, eða reiknirita, sem gerir einstaklingum með sykursýki kleift að grípa í taumana og leita sér lækninga vegna augnsjúkdóma áður en það er of seint.

78 milljónir með sykursýki á Indlandi

Til að nota smáforritið setur fólk inn sín persónulegu gildi, kyn, hversu lengi það hefur verið með sykursýki og hvers konar sykursýki. Einnig hvort þegar hafi orðið vart við augnbotnaskemmdir, auk breytilegra gilda, til dæmis blóðsykursgildi og blóðþrýsting. Þegar þessi einstaklingsbundnu gildi eru komin inn getur algóritminn reiknað út hversu mikil hætta er á að einstaklingurinn þrói með sér augnsjúkdóma á árinu.

Indversku sjúkrahúsin eru þegar farin að deila smáforritinu, sem nefnist Retina Risk, til sjúklinga sinna og Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, segir að bara á Indlandi séu um 78 milljónir manna með sykursýki. Sjúkrahúsin sem um ræðir séu risastór og í fararbroddi í sínu landi. Það sé nánast ómögulegt að skima þann mikla fjölda sjúklinga sem er með sykursýki á Indlandi og því geti smáforritið reynst einstaklingunum afar vel. Þeir geti þannig áttað sig á því sjálfir hvenær þeir þurfi að leita til læknis.

„Við höfum líka verið í sambandi við önnur lönd, eins og Pakistan, Nepal og Kína. Líka lönd í Afríku, þar sem búist er við mikilli aukningu á sykursýki á næstu árum. Það gildir líka um Ameríku. Flestir notendur eru þaðan og sykursýki á eftir að aukast þar, en líka í Evrópu og Suður-Ameríku. Það er til dæmis mikið um sykursýki í Brasilíu og Mexíkó.“

Aðspurð hvort íslenskir sykursjúklingar séu farnir að nýta sér smáforritið segir hún að fjögur til fimm prósent þeirra séu þegar komin með það. „Við erum mjög spennt með að á næstu vikum verður boðið upp á smáforritið á íslensku, sem á eftir að auka notagildi þess og vinsældir.“

Sparnaður í heilbrigðiskerfinu

Ljóst er að smáforritið Retina Risk getur sparað umtalsverðar fjárhæðir í heilbrigðiskerfinu, enda var það upphaflega hugsunin á bak við þróun þess, auk þess að hjálpa sykursjúkum sem eru í áhættuhópi hvað varðar augnsjúkdóma. Þessir sjúklingar eru hvattir til að leita árlega til læknis til að kanna hvort þeir séu komnir með augnsjúkdóma, þannig að þessum heimsóknum ætti að fækka með þessum nýja búnaði.

Miklar rannsóknir liggja að baki Retina Risk, sem um tuttugu þúsund einstaklingar, bæði á Íslandi og erlendis, tóku þátt í. Niðurstöðurnar hafa verið birtar í virtum læknatímaritum um heim allan.

Sykursýki er alheimsfaraldur en tíðni sjúkdómsins hefur þrefaldast frá aldamótum. Í dag er talið að um 430 milljónir manna um heim allan þjáist af sykursýki og er gert ráð fyrir að fjöldinn fari yfir 600 milljónir árið 2045. Augnsjúkdómar af völdum sykursýki eru í mörgum löndum algengasta orsök sjóntaps fólks á vinnualdri og næstalgengasta orsök blindu. Tveir þriðju hlutar fólks með sykursýki þróa með sé augnsjúkdóma og mikil hætta á að þriðjungur þessa hóps verði sjónskerðingu eða jafnvel blindu að bráð ef greining og meðhöndlun á sér ekki stað tímanlega.

Síðast en ekki síst er mikilvægt að benda á að smáforritið Retina Risk er ókeypis bæði í Apple Store og Google Play.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Svipaður fjöldi smita
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halldór segir að nú sé runnin upp örlagastund í Covid-19 faraldrinum – „Algjörlega óásættanlegasta niðurstaðan“

Halldór segir að nú sé runnin upp örlagastund í Covid-19 faraldrinum – „Algjörlega óásættanlegasta niðurstaðan“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þórólfur segir takmarkanir geta verið í gildi næstu ár – Vill aðgerðir eins fljótt og hægt er

Þórólfur segir takmarkanir geta verið í gildi næstu ár – Vill aðgerðir eins fljótt og hægt er
Fréttir
Í gær

COVID-19 – Hérna er allt það helsta sem kom fram á upplýsingafundinum – Þórólfur sendir frá sér minnisblað í dag

COVID-19 – Hérna er allt það helsta sem kom fram á upplýsingafundinum – Þórólfur sendir frá sér minnisblað í dag
Fréttir
Í gær

78 smit í gær

78 smit í gær
Fréttir
Í gær

Arnar kærir forstjóra ÁTVR

Arnar kærir forstjóra ÁTVR
Fréttir
Í gær

Kalt tískustríð: „Sárt að sjá“

Kalt tískustríð: „Sárt að sjá“