fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
Fréttir

Siggeir vaknaði við að nasisti var búinn að fótósjoppa hommaklám inn á mynd hans

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. september 2019 14:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, vaknaði við það í gær að yfirlýstur nasisti, Arnar Styr Björnsson, var búinn að fótósjoppa mynd hans og bæta getnaðarlim inn á mynd hans. „Skemmtilegt að byrja daginn á að sjá að íslenskur nasisti á Twitter eyddi nóttinni í að photoshoppa hommaklám inn á myndir af mér,“ skrifar Siggeir á Twitter.

Siggeir virðist hafa unnið sér það til sakar að gagnrýna pistil Davíðs Þorlákssonar sem birtist í Fréttablaðinu. Í þeim pistli talaði Davíð fyrir því að tala við nasista á jafningjagrundvelli. Davíð reyndar kallaði nasista „þjóðernisfélagshyggjumenn“ og gagnrýndi Siggeir það á Twitter. „Væri ekki einföld byrjun að kalla þá sínu rétta nafni? Þetta eru einfaldlega nasistar,“ skrifaði Siggeir í fyrradag á Twitter.

Hann sagði svo: „Þetta eru nasistar sem dýrka Adolf Hitler. Að kalla þá „þjóðernsisfélagshyggju what ever“ spilar beint upp í hendurnar á þeim og gefur í skyn að það sé einhver vigt í þessum skoðunum og þær sé hægt að ræða á rökrænan hátt. Það er enginn umræðugrundvöllur.“

Fyrrnefndur nasisti, Arnar Styr, gerði svo athugasemd í skjóli nætur og fótósjoppaði Siggeir. Arnar Styr er yfirlýstur nasisti og tók þátt í útifundi Norðurvígs á dögunum. „Skemmtilegt. Mér tókst greinilega að stuða nasistann. @davidthorlaks þú kannski tekur boltann og reynir að mæta honum með fræðslu á jafningjagrundvelli,“ skrifar Siggeir.

Arnar Styr virðist þó hafa séð að sér því fyrr í dag eyddi hann myndinni af Twitter. Í stað hennar má þó sjá mynd af Siggeiri grátandi með sleikjó. DV hefur áður fjallaði um hegðun Arnars á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mölvaði rúðu í lögreglubíl með hausnum

Mölvaði rúðu í lögreglubíl með hausnum
Fréttir
Í gær

Borga sömu iðgjöldin en fá ekki það sama til baka – „Munurinn 83-116 þúsund kr. á mánuði“

Borga sömu iðgjöldin en fá ekki það sama til baka – „Munurinn 83-116 þúsund kr. á mánuði“
Fréttir
Í gær

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum fær á baukinn fyrir lélega gervigreindarmynd – Fimm fætur og ekkert höfuð

Lögreglan á Vestfjörðum fær á baukinn fyrir lélega gervigreindarmynd – Fimm fætur og ekkert höfuð
Fréttir
Í gær

Helgi Hrafn keypti forláta flíspeysu fjármálaráðherra

Helgi Hrafn keypti forláta flíspeysu fjármálaráðherra