fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Slasaðist við að fá billjarðkjuða í auga – Kona nefbrotin á Októberfest

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. september 2019 09:27

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í gærkvöldi þar til í morgun voru 81 mál bókuð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar af voru þrjú útköll vegna heimilisofbeldis.

Miðsvæðis þurfti lögregla að sinna útköllum vegna þjófnaðar úr matvöruverslun, en þjófurinn hafði skilað vörunum og stungið af frá vettvangi áður en lögregla mætti.  Barn skall með höfuð í gólf í heimahúsi en reyndist slysið ekki eins alvarlegt og í fyrstu var talið. Óprúttinn aðili stal smámynt úr sameign fjölbýlishús og par var í ryskingum fyrir utan verslun. 

Alvarlegri voru útköll þar sem lögregla var kölluð að Vesturbæ vegna heimilisofbeldis. Á tónleikahátíðinni Októberfest var tilkynnt að ung kona hefði fengið högg í andlitið og væri að líkindum nefbrotin. Lögreglu tókst með aðstoð öryggisvarða hátíðarinnar að finna gerandann. Einnig var lögregla kölluð til vegna slagsmála á sömu hátíð sem voru þó yfirstaðin þegar lögreglu bar að garði.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu á slysadeildinni í Fossvogi vegna ógnandi manns, eins var lögregla kölluð út í matvöruverslun þar sem maður var með læti og grunaður um hnupl, og einnig óskað dyravörður eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem var til vandræða á skemmtistað.

Lögregla var einnig kölluð út í Garðabæ vegna heimilisofbeldis og synti útkalli á vínveitingastað þar sem maður hafði fengið billjarðkuða í augað.

Bílunum HZX79Ford Transit Connect, og Audi A6 Limousine 2015, brún að lit. GKG78, var stolið.

Einnig hafði lögregla af ölvuðu fólki sem var til vandræða, ölvuðum og réttindalausum ökumönnum og einnig var tilkynnt um dáinn kött í Grafarvogi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Í gær

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök
Fréttir
Í gær

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil
Fréttir
Í gær

Mugison ósáttur með myndband Miðflokksmanns – „Er þetta ekki ólöglegt?“

Mugison ósáttur með myndband Miðflokksmanns – „Er þetta ekki ólöglegt?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn ráðast gegn ISIS-liðum – „Hryðjuverkaógeð“

Bandaríkjamenn ráðast gegn ISIS-liðum – „Hryðjuverkaógeð“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk

Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk