
Á sjötta tímanum í morgun var tilkynnt um mann á sundi í Reykjavíkurhöfn. Sundmaðurinn var vel á sig kominn eftir sundið og hélt sína leið eftir viðræður við lögreglu.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Um hálfáttaleytið var komið að manni sem svaf í anddyri íbúðarhúsnæðis í miðbænum. Hann hélt sína leið eftir að hafa verið vakinn.
Tveir menn voru teknir fyrir þjófnað í verslun í hverfi 104. Voru þeir látnir lausir eftir skýrslutöku.