fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Íranski flóttamaðurinn sagður vera í lífshættu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 4. september 2019 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íranski flóttamaðurinn Amin Ghayszadeh er núna á 13. degi sínum í hungurverkfalli. DV ræddi við Amin í gær en hann vill fá hæli á Íslandi. Útlendingastofnun vill hins vegar senda hann til Grikklands. Amin, sem er 26 ára gamall, á við geðræn vandamál að stríða. Hann telur að heilsu hans sé ógnað í Grikklandi.

Amin er nú hættur að neyta vatns ofan í föstu á mat og setur það líf hans í bráða hættu, að sögn velunnara hans. Sett hefur verið upp undirskriftasíða þar sem hvatt er til þess að Amir verið veitt hæli hér á landi. Þar kemur fram að hann neyddist til að flýja Íran vegna þess að hann hneigðist til kristinnar trúar en fjölskylda hans eru öll múslimar. Eftir ofbeldishótanir stjórnvalda ákvað hann að flýja land. Enn fremur segir í texta stuðningssíðunnar:

„And­leg heilsa Amin hefur um langa hríð verið mjög slæm og ein af á­stæðunum fyrir því að hann segist ekki geta snúið aftur til Grikk­lands er að þar fái hann ekki nauð­syn­lega geð­heil­brigðis­þjónustu. And­leg heilsa Amin er svo slæm að hann hefur í það minnsta þrisvar reynt að taka sitt eigið líf. Hann er einnig mjög stressaður og hefur glímt við svefn­erfið­leika.“

Um feril máls Amins hér á landi segir enn fremur:

„Amin flúði heimaland sitt, Íran, fyrir um fimm árum. Hann er andlega veikur og þarf nauðsynlega hjálp. Amin fékk nýlega að vita að honum verður vísað aftur til Grikklands þar sem hann sér ekki fram á að geta lifað. Til að mótmæla þeirri ákvörðun hóf hann hungurverkfall fyrir tólf dögum. Hann hefur nú hætt neyslu á vatni og er því í bráðri lífshættu. Við skorum á Útlendingastofnun að endurskoða úrskurð sinn og bjarga þar með mannslífi.

Líkt og fjöldi annarra hælis­leit­enda, sem hingað koma frá Grikk­landi, neitaði Út­lendinga­stofnun að taka mál Amin til efnis­með­ferðar vegna þess að hann hafði áður hlotið vernd í Grikk­landi.

Amin kærði á­kvörðun Út­lendinga­stofnunar og fékk að vita það þann 11. júlí síðast­liðinn að fyrri á­kvörðun stofnunarinnar hafi verið stað­fest og því allar líkur á því að honum verði vísað úr landi. Eftir að hann fékk endan­lega neitun frá yfir­völdum um dvöl á Ís­landi þann 23. ágúst hóf hann hungur­verk­fall sitt.“

Sjá einnig:

Ungur Írani hefur verið 12 daga í hungurverkfalli á Íslandi

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“
Fréttir
Í gær

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Í gær

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra