fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Fréttir

Svavar: „Það er ekki gott fyr­ir sál­ina að vera horn­reka í mann­fagnaði“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. ágúst 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fór bit­ur og klökk­ur úr veisl­unni, laug því til að mér væri illt í mag­an­um, pantaði leigu­bíl og vildi eng­an við tala, fór bara heim til mín og lagðist upp í sófa.“

Þetta segir sjávarútvegsfræðingurinn Svavar Guðmundsson í athyglisverðri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Svavar er lögblindur og í greininni skrifar hann um upplifun sína af því að vera lögblindur einstaklingur innan um annað fólk. Af skrifum Svavars að dæma er augljóst að hann upplifir sig stundum einangraðan og nefnir hann dæmi máli sínu til stuðnings. Segir hann það skipta lögblinda einstaklinga miklu máli að vera heilsað og við þá sé talað. „Ann­ars líður okk­ur eins og verið sé að hunsa okk­ur,“ segir hann.

Svavar bendir á að það feli í sér einhvers konar virðingu að heilsa. „Í at­höfn­inni að heilsa felst mik­il­vægi virðing­ar í sam­skipt­um; öll vilj­um við vera virt og vera auðsýnd til­hlýðileg virðing. Að heils­ast og vera heilsað er ein birt­ing­ar­mynd ör­lít­ill­ar vænt­umþykju og virðingarvotts.“

Sleppa því að heilsa

Svavar segir að eitt af því sem hann hefur upplifað undanfarin ár sem lögblindur einstaklingur er hvað margir nota sjónskerðingu hans til þess eins að sleppa því að heilsa. Til að gæta allrar sanngirni segir Svavar að aðrir beri af, kynni sig að fyrra bragði með eigin nafni. Þetta eru einstaklingar með yfirburða samskiptagreind, segir Svavar, en því miður séu þeir í minnihluta.

„Það er eins og margt fólk álíti blind­an ein­stak­ling öðru­vísi og að það þurfi eitt­hvert sér­stakt umræðuefni þar sem maður er lögblindur til þess að nálg­ast mann. Við erum ekk­ert öðru­vísi; við heyr­um, hugs­um, töl­um og skynj­um, en við sjá­um mjög illa eða ekki neitt. Það er því óþarfi að vera vand­ræðal­eg­ur eða feim­inn því síst af öllu vilj­um við láta vor­kenna okk­ur.“

Gerði sér upp magakveisu

Svavar nefnir svo dæmi sem hann hefur upplifað úr skírnar-, afmælis- og útskriftarveislum. „Ég hef verið í skírn­ar-, af­mæl­is- og út­skrift­ar­veisl­um, í raun öll­um teg­und­um af fagnaði. Ég er ekki í þess­um veisl­um af því ég er ókunn­ug­ur fólk­inu, en ég hef oft spurt ein­hvern ná­kom­inn hvort hinn og þessi sé ekki eða hafi verið í veisl­unni? Jú, jú, all­ir voru þar en ég varð þess ekki áskynja því ég sé ekki fólkið og finnst því oft súrt í broti að hafa ekki verið heilsað af „vini“ eða ætt­ingja.“

Svavar segir að rúmu hálfu ári eftir að hann varð lögblindur hafi hann farið í skírnarveislu þar sem um hundrað manns voru mættir.

„Ég sat einn á borði sem mér hafði verið fylgt að og var með áber­andi sólgler­augu þar sem ég þoli illa birtu. Mér fannst skrýtið að eng­inn skyldi setj­ast við borðið mitt, blinda er ekki smit­andi og ég var ekki með far­sótt.“

Svavar segist telja að þrjár til fimm manneskjur hafi heilsað honum þó hann hafi þekkt og vitað um mætingu helmings veislugesta. „Mér leið hræðilega illa í þess­ari veislu, að sjá ekki þá sem ég þekkti og vera ekki heilsað af þeim. Ég fór bit­ur og klökk­ur úr veisl­unni, laug því til að mér væri illt í mag­an­um, pantaði leigu­bíl og vildi eng­an við tala, fór bara heim til mín og lagðist upp í sófa,“ segir hann.

„Hvernig kaffi vill hann?“

Svavar segist vera orðinn vanari þessu nú, að vera einungis heilsað af broti minnihlutans. Þessu sé þó öfugt farið í veislum þar sem áfengi er haft við hönd. Þá gefi sig flestir á tal við hann því þá séu þeir búnir að drekka í sig hugrekkið.

„Það er ekki gott fyr­ir sál­ina að vera horn­reka í mann­fagnaði. Maður upp­lif­ir sig af­skipt­an, á erfitt með að bæta úr því eða vera fyrri til að heilsa vegna blind­unn­ar. Það get­ur oft fylgt sjón­missi ein­um og sér mik­ill ein­mana­leiki og því bæt­ir það gráu ofan á svart að vera ekki heilsað og að vera sniðgeng­inn og hunsaður. Við sem blind eða lög­blind erum ein­kenn­um okk­ur langoft­ast með hvíta stafn­um eða barm­merki. Við skynj­um um­hverfið á okk­ar hátt og við get­um hugsað, talað og heyrt og svo miklu meir en það.“

Svavar nefnir svo annað dæmi, til dæmis þegar hann er með annarri manneskju til dæmis á kaffihúsi. Þá er viðkomandi spurður hvernig kaffi Svavar vill, í stað þess að beina spurningunni til Svavars.

„Það er ábend­ing til alsjá­andi að spyrja blinda fólkið hvað það vill, ekki spyrja aðra þeirr­ar spurn­ing­ar – það er til­finn­inga­legt takt­leysi. Ímyndaðu þér að flest­ir sam­ferðamenn sem fram hjá þér fara myndu aldrei heilsa þér; hvorki heilsa né kasta á þig kveðju, fyr­ir þig sem ert alsjá­andi myndi það nú reyn­ast frek­ar ein­mana­legt og tóm­legt líf,“ segir Svavar sem ítrekar mikilvægi þess að lögblindum einstaklingum sé heilsað og við þá talað.

„Gott og nauðsyn­legt er að segja til nafns þegar blindum/​lögblindum er heilsað og auðvitað að fyrra bragði.

Sæll Svavar, þetta er Siggi frá Þúfu.

Sæll Svavar, Þetta er hún Guðrún frá Hóli.

Ver­um fyrri til og heils­um hvert öðru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“
Fréttir
Í gær

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Í gær

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra