„Það voru tvær lukkulegar systur með sitthvorn vinnings miðann sem mættu til Íslenskrar Getspár á mánudaginn. Önnur þeirra hafði keypt vinningsmiðann í Happahúsinu Kringlunni en hin á heimasíðu Getspár, lotto.is . Báðar hafa þær keypt þessa röð í mörg ár enda tengjast tölurnar fjölskyldunni órjúfanlegum böndum.“
Þetta segir í frétt á vef Lottó en fjórir skiptu með sér aðalvinningnum á laugardag. Potturinn var býsna stór, eða rúmar 100 milljónir króna.
Önnur systirinn átti afmæli á laugardag og var hún nýbúin að setjast fyrir framan sjónvarpið þegar hún sá tölurnar birtast á skjánum.
„Hún ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum og hringdi að sjálfsögðu strax í systur sína til að kanna hvort hún hefði ekki örugglega líka keypt sömu röð, sem og hún hafði gert og því hlýtur hvor þeirra 26.379.360 skattfrjálsar krónur.“
Í fréttinni kemur fram að þriðji vinningshafinn hafi verið með sínar tölur í áskrift en ennþá séu tveir ósóttir vinningar, annar keyptur í Hagkaup Furuvöllum og hinn Hjá Jóhönnu á Tálknafirði. Við hvetjum því alla sem keyptu miða á þessum stöðum að skoða vel og vandlega hvort þar leynist vinningur.“