fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

Einn fremsti læknir þjóðarinnar er látinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 28. ágúst 2019 15:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Ingimarsson, fyrrverandi forstjóri Krabbameinsfélagsins, er látinn, 71 árs að aldri. Hann lést í Reykjavík þann 14. ágúst síðastliðinn. Greint er frá láti hans á vef Krabbameinsfélagins. Þar segir meðal annars:

„Snorri var mjög áhugasamur um krabbamein og krabbameinsfræði og lét sig mjög varða málefni þeirra sem greinast með krabbamein, bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi. Lífsgæði fólks sem greinist með krabbamein voru honum hugleikin og í þeirri umfjöllun var hann einn af frumkvöðlunum hér á landi. Heimahlynning, sem nú þykir sjálfsögð þjónusta, var stofnuð að hans tilstuðlan.

Snorri flutti fjölda erinda um krabbamein og málefni þeim tengd, þýddi rit og skrifaði og miðlaði til lærðra og leikra, bæði sem fagmaður og af eigin reynslu.“

Vefur Hringbrautar greinir einnig frá láti Snorra og segir hann hafa verið einn fremsta lækni þjóðarinnar. Snorri var vakinn og sofinn í baráttunni gegn hinum mikla vágesti sem krabbamein er og lagði sig fram um að vinna að nýjum lausnum í baráttunni gegn sjúkdómnum. „Hann innleiddi ný sjónarmið og meðferðarúrræði í heilbrigðiskerfi Íslendinga sem hafa orðið til að bæta hag sjúklinga til muna. Alla ævi var hann boðinn og búinn að liðsinna öðrum, í starfi snerist það um lækningar og hjúkrun, lina þjáningar og bæta heilsu,“ segir í greininni á Hringbraut.

Snorri nam læknisfræði í Kaupmannahöfn og krabbameinslækningar voru sérgrein hans. Árið 1991 sneri hann sér að geðlækningum og starfaði sem sérfræingur á geðdeild Landspítalans frá 1994 til 2000. Eftir það var hann sjálfstætt starfandi geðlæknir.

Snorri var einn af stofnendum Styrks, samtaka krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra.

Útför Snorra fór fram í Hallgrímskirkju í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“
Fréttir
Í gær

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker