fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

Þetta borðar Dagur B. í hádeginu meðan rifist er um mat barnanna – Sjáðu matseðlana

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mötuneytismatur í grunnskólum borgarinnar hefur verið mikið í umræðunni síðastliðinn sólarhring. 

Þessi mikla umræða kom í kjölfar þess að RÚV greindi frá því í kvöldfréttum sínum að einhugur væri meðal meirihluta Reykjavíkurborgar að skoða að minnka framborð á dýraafurðum í grunnskólum borgarinnar. 

Umræðan hefur farið út um allt en margir hafa bent á það að maturinn sem boðið er upp á í grunnskólum sé ekki sá besti. Fólk hefur þá sagt matinn vera einhæfan og óspennandi en oftast er skortur á peningum ástæðan fyrir því.

Þegar matseðill Ráðhúss Reykjavíkur er skoðaður sést að maturinn sem þar er boðið upp á er mun betri en maturinn sem börnin fá í grunnskólum borgarinnar. Boðið er upp á fleiri valkosti og maturinn er fjölbreyttari.

Hér fyrir neðan má sjá matseðil Ráðhúsins fyrir vikuna 26. til 30. ágúst.

Mánudagur 26. ágúst

Blaðlaukssúpa.

Ofnbökuð bleikja með nýjum kartöflum og agúrkusósu.

Asískur grænmetis- og núðluréttur.

Þriðjudagur 27. ágúst

Sjávarréttasúpa.

Chili con carne með salsa, osti og nachos.

Mexíkóskur grænmetisréttur. 

Miðvikudagur 28. ágúst

Kjötsúpa.

Pönnusteikt ýsa í kókosraspi með sinnepssósu.

Grænmetispottréttur.

Fimmtudagur 29. ágúst

Sellerýsúpa.

Kornflakes-hjúpaðar kjúlingabringur með kryddkartöflum og döðlusósu.

Blómkálssalat.

Föstudagur 30. ágúst

Kartöflu og grænmetissúpa.

BBQ grísarif með frönskum kartöflum.

Grænmetisbollur með chilisósu.

Eins og sjá má er matseðillinn í ráðhúsinu afar fjölbreyttur auk þess sem hægt er að velja þrjá mismunandi rétti á degi hverjum og alltaf er að minnsta kosti einn grænmetisréttur í boði.

Hér fyrir neðan má svo sjá matseðil fyrir sömu vikuna hjá einum grunnskóla í Reykjavík, Vogaskóla.

Mánudagur 26. ágúst 

Ýsa í raspi með kartöflum, salati og kokteilsósu.

Þriðjudagur 27. ágúst 

Hakkabuff með kartöflum, grænum baunum, rauðkáli, salati og lauksósu.

Miðvikudagur 28. ágúst 

Grænmetisbuff með hrísgrjónum, salati og hvítlauksjógúrtsósu.

Fimmtudagur 29. ágúst 

BBQ kjúklingur með hrísgrjónum, salati og BBQ sósu.

Föstudagur 30. ágúst 

Pizza með pepperoni

Hér sést að munurinn á matseðlunum tveimur er afar mikill. Ekki er um nærri eins mikið að velja í Vogaskóla eins og í Ráðhúsinu þar sem einungis einn réttur er í boði á degi hverjum.

Auk þess er erfitt að sleppa því að neyta dýraafurða í Vogaskóla þar sem það er einungis boðið upp á einn grænmetisrétt í allri vikunni. Grænkerar skólans geta þó gætt sér á salatinu sem boðið er upp á með matnum en það verður þó seint talið vera fjölbreytt fæði.

Matarstefna Reykjavíkurborgar

Matarstefna Reykjavíkurborgar var lögð fyrir borgarráð fyrir rúmu ári síðan. Í henni má sjá stefnu borgarinnar þegar kemur að mat á bæði vinnustöðum og grunnskólum borgarinnar.

„Reykjavíkurborg vill vinna markvisst að því að matur í Reykjavík sé bragðgóður, næringarríkur og spennandi og að neysla hans, framleiðsla og meðhöndlun öll gangi ekki nærri náttúrunni okkar, hvort sem er staðbundið eða hnattrænt. Við viljum að það sé stutt í góðan og hollan mat, hvort sem er á bændamarkaði, matvörubúð, veitingastað eða í grænmetisgarði þar sem við ræktum kartöflur og grænmeti sjálf.“

Það má svo hver dæma hvort matseðill Vogaskóla fyrir vikuna sé bragðgóður, næringarríkur og spennandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sláandi ásakanir í Rotherham-hneykslinu – Fimm fórnarlömb barnaníðshringja segja að lögreglumenn hafi einnig misnotað þær

Sláandi ásakanir í Rotherham-hneykslinu – Fimm fórnarlömb barnaníðshringja segja að lögreglumenn hafi einnig misnotað þær
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hroðaleg meðferð Rússa á liðhlaupum

Hroðaleg meðferð Rússa á liðhlaupum
Fréttir
Í gær

Kom íbúum í Hamraborg á óvart að sjá gröfur í garðinum – „Bæjarstjórinn er ekki að auka vinsældir sínar með þessu, alls ekki“

Kom íbúum í Hamraborg á óvart að sjá gröfur í garðinum – „Bæjarstjórinn er ekki að auka vinsældir sínar með þessu, alls ekki“
Fréttir
Í gær

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg