fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

KIA Gullhringurinn á laugardag – Skráningu lýkur á miðvikudagskvöldið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 17:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjól­reiðakeppn­in KIA Gull­hring­ur­inn fer fram á Laug­ar­vatni laugardaginn 31. ágúst næst komandi en það er í áttunda sinn sem keppn­in er hald­in. Skráningu í keppnina lýkur á miðvikudagskvöld. Um það bil 500 kepp­end­ur eru nú þegar skráðir til leiks og munu þeir hjóla eft­ir mikið end­ur­bætt­um veg­um upp­sveita Árnes­sýslu. Keppn­in verður ræst klukk­an 16:00 þetta árið og vert er að vekja at­hygli veg­far­enda á svæðinu í kring­um Laug­ar­vatn og Blá­skóg­ar­byggð að frá og með klukk­an 16:00 má bú­ast við stutt­um um­ferðatöf­um á svæðinu.

ÁTTUNDA ÁRIÐ Í RÖÐ

KIA Gullhringurinn er á örfáum árum orðin eitt umfangsmesta og skemmtilegasta hjólreiðamót landsins en þar keppa jafnt byrjendur sem lengra komnir. Hjólað er frá Laugarvatni, leið sem í daglegu tali er kölluð gullhringurinn þ.e.a.s Gullfoss, Geysir og Þingvellir, og er hjólað um einhver fallegustu og gróðursælustu héröð landsins. Átta hundruð þrjátíu og átta keppendur voru skráðir í keppnina og var keppt í þremur vegalengdum eins og venjulega. Veðrið lék við mótsgesti og keppendur í brautinni og þrátt fyrir mótvind niður Biskupstungnabraut þá léku keppendur á alls oddi.

UMFERÐATAFIR VIÐ LAUGARVATN
Vegna keppninar má búast við tímabundnum töfum á umferð í gegnum Laugarvatn á tímabilinu frá 15:30 til 16:30 og aftur frá 18:00 til 20:00. Tímabundin lokun verður í vesturátt frá Biskupstungnabraut að Laugarvatni á tímabilinu 15:45 til 16:30. ( Hægt að keyra niður Biskupstungnabraut og upp frá Svínavatni eða um Reykjaheiði ) Opið verður fyrir umferð frá Laugarvatni að Biskupstungnabraut. Lokað verður fyrir umferð í báðar áttir frá Svínavatni að Laugarvatni á tímabilinu 18:30 til 19:30 en þá verður hægt að koma að Laugarvatni lengri leiðina yfir Reykjaheiði.

ÖRYGGI FYRIR AKANDI OG HJÓLANDI
Lokanir eru til að tryggja öryggi keppendanna og annarra vegfarenda.Alltaf verður hægt að fara hjáleið þó hún taki hugsanlega lengri tíma. Að sjálfssögðu á lokunin ekki við um neyðatilfelli og forgangsakstur en á laugardagskvöld verður þó hvergi öruggara að vera en á Laugarvatni þar sem læknir, lögregla, sjúkraflutningar og björgunarsveitir verða á Laugarvatni þetta kvöld.

Alltaf verður hægt að fara hjáleið þó hún taki hugsanlega lengri tíma. Að sjálfssögðu á lokunin ekki við um neyðatilfelli og forgangsakstur en á laugardagskvöld verður þó hvergi öruggara að vera en á Laugarvatni þar sem læknir, lögregla, sjúkraflutningar verða á Laugarvatni þetta kvöld.

Mikilvæg atriði:
1. Afhending keppnisgagna er í KIA umboðinu frá kl 12:00 til 18:00 á föstudaginn
2. Hægt verður að sækja gögn og skrá sig í Fontana frá 10:00 á laugardagsmorgun en ekki er hægt að tryggja fullan keppnispoka þar.
3. Ræsing keppninnar er kl. 16:00 við Menntaskólann á Laugarvatni
4. Rautt stöðugt afturljós er skilda á hnakkpípu

ALMENNAR UPPLÝSINGAR
• Salerni fyrir keppendur er í sundhöllinni í íþróttamiðstöðinni.
• Allir fá gjafabréf á heimsókn í Fontana en það er takmarkað pláss þar, þannig að þeir sem ekki nýta gjafabréfið á keppnisdegi hafa 12 mánuði til þess.
• Fínt er að taka með hlý föt til að henda yfir sig um kvöldið á verðlaunaafhendingunni

SAMFÉLAGSMIÐLAR
Kia Gullhringurinn er á Instagram! https://instagram.com/gullhringurinn/og myllumerki keppninnar er #kiagull. Það verður bullandi stuð á Instagram og við biðjum ykkur endilega að merkja með merkingunni okkar #kiagull.
Kia Gullhringurinn er á www.kiagullhringurinn.is/ og https://facebook.com/gullhringurinn/.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland langdýrast heim að sækja – Þessu getur Kaninn búist við að eyða á dag

Ísland langdýrast heim að sækja – Þessu getur Kaninn búist við að eyða á dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þegar framkvæmdastjóri NATÓ las nöfnin upp var ljóst að málin hafa tekið ranga stefnu fyrir Úkraínu

Þegar framkvæmdastjóri NATÓ las nöfnin upp var ljóst að málin hafa tekið ranga stefnu fyrir Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrar Sturlu Þórs minnast flugslyssins í Skerjafirði – „Því stundum þarf ekki nema eina ranga ákvörðun til að allt breytist“

Foreldrar Sturlu Þórs minnast flugslyssins í Skerjafirði – „Því stundum þarf ekki nema eina ranga ákvörðun til að allt breytist“