Hópur flugliða sem telur sig hafa orðið fyrir skaða vegna skertra loftgæða um borð í flugvélum Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á félagið. Þetta kemu fram í frétt RÚV og segir að dæmi sé um að flugliðar hafi leitað á sjúkrahús vegna óþæginda sem þeir telja vera vegna flugsins.
Fram kemur í fréttinni að Icelandair viðurkenni ekki veikindin sem afleiðingu vinnuslyss. Í ágúst í fyrra kom fram í fréttum að fjórar flugfreyjur hefðu veikst og þrjár orðið óvinnufærar lengi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur verið að rannsaka málið.
Lögmaður hóps flugliða hefur upplýst fréttastofu RÚV um að hópmálsókn sé í undirbúningi. Flugfreyjufélag Íslands vill hins vegar ekki tjá sig um málið.