Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, vandar Íslandi ekki kveðjunnar samkvæmt stærsta enskumælandi fjölmiðli Asíuríkisins. „Vonandi frjósið þið í hel sem fyrst,“ hefur fjölmiðillinn Inquirer eftir forsetanum. Í fréttinni, sem var birt í dag, kemur ekki fram hvar þessi orð féllu.
Svo virðist sem orð Duterte um Ísland séu verulega dónalega, því fjölmiðilinn ritskoðar orð hans, sem eru á filippseysku. Samkvæmt lauslegri þýðingu Google virðist hann í það minnsta kalla Íslendinga drullusokka. Hann gagnrýnir Ísland harðlega fyrir að leyfa fóstureyðingar og vitnar þar til laga sem voru samþykkt nýverið af Alþingi.
Í fréttinni kemur enn fremur fram að hann íhugi alvarlega slíta öllu stjórnmálasambandi við Ísland. Deilur Íslands við Filippseyja hófust ályktun Íslands á þingi mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna, hvar kallað var eftir óháðri rannsókn á stöðu mannréttindamála í landinu. Var tillagan samþykkt.
Miðflokkurinn hefur komið Duterte til varnar nýverið og sagði til að mynda Birgir Þórarinsson, þingmaður flokksins, að Ísland ætti ekki að gagnrýna landið og forsetann.