Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir hvítum Volkswagen Golf sem stolið var á Bílaleigu Flugleiða á Flugvallarvegi eldsnemma í morgun. Þeir sem sjá bílinn í umferðinni eru beðnir um að tilkynna tafarlaust í 112 eða senda skilaboð. Tilkynning frá lögreglunni um málið er eftirfarandi:
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir hvítum Volkswagen Golf með skráningarnúmerið UYD84, en bílnum var stolið á Bílaleigu Flugleiða á Flugvallarvegi í Reykjavík snemma í morgun, eða um sexleytið. Sjáist bíllinn í umferðinni þá vinsamlegast hringið í 112, en upplýsingum um hvar bíllinn er niðurkominn má sömuleiðis koma á framfæri í tölvupósti á netfangið jonatan.gudnason@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.