fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Dúkkurasismi á Íslandi? – Svört dúkka ódýrari en sú hvíta – „Flestir hvítir foreldrar gætu ekki hugsað sér að kaupa svarta dúkku fyrir barnið sitt“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 26. ágúst 2019 16:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV fékk ábendingu um það að verslunin Kids Coolshop á Akureyri væri með Barbie-dúkkur á mismunandi verði eftir húðlit þeirra.

Barbie dúkkurnar tvær eru báðar úr sömu línunni sem kallast Dreamtopia. Þær eru alveg eins, sömu hlutir fylgja með þeim og þær eru klæddar í sömu fötin. 

Eini munurinn á þessum dúkkum er sá að önnur þeirra er ljós á hörund með ljóst hár en hin dúkkan er dekkri á hörund og með svart hár.  Töluverður verðmunur er á dúkkunum en ljóshærða dúkkan er tvöfalt dýrari en sú svarthærða.

Lesandi nokkur hafði samband við DV vegna málsins en verðlagningin hefur verið sögð bera vott um rasisma.

„Mér brá þegar ég sá þennan verðmun á Barbie dúkkum þar sem hörund þeirra og hárlitur var eini munurinn á þeim. Ég fékk einnig staðfest frá starfsmönnum að þetta væri rétt verð.“

Hér fyrir neðan má sjá mynd af dúkkunum og verðinu á þeim.

DV hafði samband við yfirmann Kids Coolshop á Akureyri og kannaði hann málið. Hann hafði fljótlega aftur samand til að tilkynna að þetta hafi verið mistök og að búið væri að leiðrétta verðin.

Dúkkurasismi utanhafs

Verðlagning á dúkkum af mismunandi uppruna hefur vakið mikla athygli í fréttum utan landssteinanna. Iðulega má sjá fréttir af því að dúkkur sem eru dökkar á hörund séu seldar mun ódýrara en þær sem eru ljósari.

Það vakti mikla athygli utanhafs þegar Walmart seldi dúkkur á mismunandi verði eftir húðlit. Talsmaður verslunarinnar greindi frá því að ástæðan fyrir verðlagningunni væri sú að dekkri dúkkurnar væru á rýmingarsölu en ekki hinar. Verðið hafi verið lækkað í von um að fleiri myndu festa kaup á dekkri dúkkunum. 

Lisa Wade, prófessor í félagsfræði við Occidental College í Los Angeles, tjáði sig um málið á sínum tíma 

„Það er mjög mikilvægt að fyrirtæki sendi ekki þau skilaboð út í samfélagið, að svart fólk sé minna virði en hvítt fólk.“

Hún segir líka að þegar fyrirtæki selja allar hvítu dúkkurnar sínar þá sé það vegna þess að svart fólk er mun líklegra en hvítt fólk til að kaupa dúkkur af öðrum uppruna.

„Flestir hvítir foreldrar gætu ekki hugsað sér að kaupa svarta dúkku fyrir barnið sitt, jafnvel þótt það trúi á jafnrétti.“

Gerðar hafa verið margar tilraunir á áhrifum rasisma á börn og í sumum þeirra eru einmitt notaðar svartar og hvítar dúkkur. 

Dúkkutilraunin svokallaða lýsir sér þannig að tvær dúkkur eru lagðar fyrir framan börn, ein svört og ein hvít. Börnin eru síðan látin velja hvor dúkkan er fallegri, hvor þeirra er vond og hvor þeirra er góð.

Í flestum tilvikum hallar á svörtu dúkkurnar þegar kemur að vali barnanna. Börnin velja frekar svörtu dúkkkuna sem ljótari og verri dúkkuna, jafnvel þótt börnin séu sjálf svört.

Hér fyrir neðan má sjá eina myndband þar sem dúkkutilraunin er framkvæmd með ítölskum börnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Landlæknir varar við fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótoxi – Tilkynnt um alvarlegar eitranir síðustu mánuði

Landlæknir varar við fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótoxi – Tilkynnt um alvarlegar eitranir síðustu mánuði
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Arion banki mokgræðir – Hagnaðist um 16,2 milljarða á fyrri hluti ársins

Arion banki mokgræðir – Hagnaðist um 16,2 milljarða á fyrri hluti ársins
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur
Fréttir
Í gær

Ísland langdýrast heim að sækja – Þessu getur Kaninn búist við að eyða á dag

Ísland langdýrast heim að sækja – Þessu getur Kaninn búist við að eyða á dag