Deilur milli kjötæta og grænkera virðast einungis harðna en matarræði grunnskólabarna stefnir í að verða helsta deilumál þessarar viku. Fyrr í dag greindi DV frá því að kjötætur væru æfar yfir því að Reykjavíkurborg hygðist skoða það að minnka framborð á dýraafurðum í grunnskólum borgarinnar.
Sjá einnig: Harðkjarna kjötætur æfar yfir kvöldfréttunum: „Þetta þarf að stoppa“
Nú eru grænmetisætur æfar yfir þeim viðbrögðum og falla þung orð í umræðu um málið í FB-hópnum Vegan Ísland. Í þeim hópi er frétt DV um málið deilt og sitt sýnist hverjum. „Eru þau líka á móti þyngdaraflinu og náttúruöflunum?“ spyr til að mynda ein kona.
Sumir grænkerar virðast ekki hafa hátt álit á kjötætum. „Skörpustu hnífarnir í skúffunni samankomnir,“ segir ein kona. Maður nokkur vitnar í fyrirsögn DV og segir: „„Harðkjarna kjötætur“ – notum bara alvöru íslensku, þetta lið heitir siðblindingar.“ Kona nokkur segir svo kjötæturnar ekki með réttu ráði. „Ég er ekki viss um að það borgi sig að svara þessu liði. Suma heilaveilu er ekki hægt að lækna.“
Í þessum sama þræði kveður Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, sér hljóðs. Hún bendir á að margir virðist hafa misskilið málið. „Ég fór fyrir þessum hópi sem gerði matarstefnuna en hún var samþykkt af fólki úr öllum flokkum. Væri ekki gott mál að við bara bendum öll á að það sem samþykkt hefur verið er aukið VAL um grænkerafæði en ekki bann við einu eða neinu.“
Hinn þekkti og umdeildi Gunnar Smári Egilsson er með áhugaverða nálgun á málið og greinir það út frá stéttum. Gunnar Smári bendir á að kjöt sé matur hinna fátæku, til dæmis kjötfars og kjúklingur, en ekki hafi allir ráð á að gerast vegan:
Nú stefnir í stríð milli grænkera og kjötæta yfir matnum í skólamötuneytum í Reykjavík. Slík stríð hafa verið háð um allan heim, á öllum tímum. Grunnurinn að baki átökum í Rúanda eru deilur um landnotkun milli Húta, sem rækta korn og rætur sér til matar, og Tútsa, sem halda nautgripi og þurfa beitarlönd. Í gegnum aldirnar, allt fram á okkar tíð, jók fólk sem komst í efnir kjötneyslu sína á meðan hin fátækari lifðu á grænmeti og korni. Stéttaátökin voru því á milli kjötæta og grænkera. Þessi átök leiddu til linnulausra byltinga grænkera, hver elíta lagðist síðan í kjötát og var steypt í næstu byltingu. Leið Brahmíta á Indlandi var að gerast grænmetisætur og halda þar með völdum. Það trix dugði í fimm þúsund ár, þeir héldu völdum á meðan valdastéttir annarra landa misstu völd sín vegna kjötáts. En nú hefur dæmið snúist við að einhverju leyti. Það er ekki lengur merki um ríkidæmi að borða kjöt heldur eiginlega öfugt; alþýðan lifir á kjötfarsi og kjúklingum á meðan hin betur settu eru vegan, enda kostar það sitt. Hvernig túlka á stríðið um skólamatinn út frá þessu er ekki gott að segja; er þetta bylting eða uppreisn? Eða er yfirstéttin að auka kúgun sína, þröngva lífsstíl sínum og trú upp á hin valdalausu?
Fjöldi fólks hefur tjáð sig um málið á Twitter en hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um það.
1/2 Ég myndi frekar saga af mér höfuðið en að hætta borða kjöt. Ekki af einhverri stæla ástæðu, bara því ég er sælkeri og culinary ævintýri halda mér gangandi. Hinsvegar þykir mér sjálfsagt að taka kjöt alfarið úr skólum.
— Halldór Halldórsson (@DNADORI) August 26, 2019
2/2 Frábær leið til að kenna þangagang um umhverfismál og næringafræði. Svo er þetta allra versta kjötið, hakk og buff og kjöt úr lægri flokkum og gæðum sem ratar í svona mötuneyti.
— Halldór Halldórsson (@DNADORI) August 26, 2019
Fáránlegt að leyfa börnum að fá hollari og betri mat í skólanum.
Þau hafa það alveg nógu gott nú þegar. pic.twitter.com/GKG55jT7R8
— Björn Teitsson (@bjornteits) August 26, 2019
Minna kjöt þarf samt ekki að vera hollara eða betra.
— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) August 26, 2019
Í öllu falli er grænmeti ódýrara en kjöt og þú færð meira f peninginn. Og það er umhverfisvænna. Af hverju er þetta annars svona mikið hitamál? Slappið af maður, sjitt
— Björn Teitsson (@bjornteits) August 26, 2019
Uppáhalds innleggin mín í umræðuna um grænmetismat í skólum eru þau sem snúast um að grænmeti sé með meira kolefnisfótspor en kjöt af því grænmetið sé að svo miklu leyti innflutt.
Eins og aðföngin sem þarf til dýrahalds séu ekki meira og minna innflutt?
— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) August 26, 2019
Uppáhaldið mitt eru rök grænmetisfólksins sem heimfæra kolefnisfótspor bandarískra iðnaðarbúa upp á íslenskan búskap
— Henrý (@henrythor) August 26, 2019
Reykjavíkurborg er að spá í að minnka kjöt í mötuneytum og allt í einu hefur fólk áhyggjur af næringarinnihaldi skólamáltíða?? Eftir marga áratugi af orly deigi og fiskibollum???
— sbjörk (@VanHoppum) August 26, 2019
Ætla að vera í liði með manninum sem er að owna alla með því að borða alltaf kjöt en ég ætla að kaupa fullt af osti og fara með hann og gefa kálfum. Fólk verður vonandi alveg brjálað en ég er ekki alveg búinn að sjá hvers vegna.
— Braig David (@bragakaffi) August 26, 2019
Samtök grænkera borða ekki kjöt sjálf. Hlutverk skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur er að taka svona ákvarðanir. Væntanlega gilda sömu reglur um börn borgarfulltrúa og hvergi kemur matartæði borgarfulltrúa fram.
Hvað, nákvæmlega, ertu að gagnrýna?
— Helgi Hrafn G. (@helgihg) August 26, 2019
veit folk ekki að það getur alveg haldið áfram að gefa börnunum sínum kjöt þó svo að skólarnir minnki kjötneyslu eða jafnvel hætti því?.. ég er í sjokki yfir viðbrögðum fólks yfir þessum fréttum ? er folk bara i alvöru svona blint á loftslagsvandann??
— Bryndís (@larrybird1312) August 26, 2019
Mér finnst eðlileg þróun að grænmetisfæði verði "default" mataræði hjá opinberum stofnunum. Dýraafurðaneysla er margþætt siðferðislegt álitamál fyrir fullt af fólki. Það er ekki lengur sjálfsagt að fólk borði þessar afurðir þótt flestir geri það. Algjör íhaldsgeðshræring í gangi.
— Jón Pétur (@Jon_Petur) August 26, 2019
Reykjavíkurborg er að spá í að minnka kjöt í mötuneytum og allt í einu hefur fólk áhyggjur af næringarinnihaldi skólamáltíða?? Eftir marga áratugi af orly deigi og fiskibollum???
— sbjörk (@VanHoppum) August 26, 2019