Hval rak að landi við Eiðistorg, Seltjarnarnesi í morgun, en nú reyna sex björgunarsveitarmenn að koma honum aftur út á haf. Talið er að um Grindhval sé að ræða.
Fjöldi fólks hefur fylgst með björguninni, en björgunarsveitarmennirnir eru í flotgalla, auk þess sem bátur er notaður.
Samkvæmt upplýsingum DV virðist björgunin ekkert ganga neitt sérstaklega vel.
Hér má sjá nokkrar ljósmyndir af vettvangi.