fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Áslaug Arna segir Kristjón segja ósatt: „Þetta hef ég aldrei sagt við nokkurn mann“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. ágúst 2019 09:26

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, segir Kristjón Benediktsson fara með rangt mál í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni um helgina og vakti nokkra athygli. Áslaug er ósátt við hann og segir hann leggja sér orð í munn.

Í færslu sinni sagði Kristjón að Áslaug hefði nýlega hitt eldri mann, burðarstoð í Sjálfstæðisflokknum og öflugan grasrótarmann.

„Þessi ágæti maður lýsti áhyggjum af núverandi stöðu mála. „Mér gæti ekki staðið meira á sama hvað þér finnst“ ….þetta er svarið sem hann fékk. Hann sagði mér þetta sjálfur; þetta er frá fyrstu hendi,“ sagði Kristjón sem bætti við að maðurinn hafi verið sár.

„Hann var allt að því klökkur, honum fannst þetta svo leiðinlegt að flokkurinn hans væri kominn í þessa stöðu. En þetta orðaval hennar er víst í miklu uppáhaldi hjá henni. Kannski er þetta allt hvítvínið með humrinum.“

Áslaug Arna svarar Kristjóni fullum hálsi í færslu á Facebook-síðu sinni.

„Þetta hef ég aldrei sagt við nokkurn mann. Ég get ekki rætt þetta við Kristjón á hans facebook vegg og deili þessu því hér. Það er ekkert að málefnalegum ágreiningi og gagnrýni en ég dreg mörk við ósannindi. Ég veit ekki hvor þeirra á sök á þeim, Kristjón eða þessi meinti máttarstólpi í Sjálfstæðisflokknum, en í það minnsta er þetta hér með leiðrétt. Kveðja Stúlkukindin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið