fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Mynd dagsins: Útvarp Saga ruglast á tölvuleik og raunveruleikanum – „Svíþjóð eins og stríðssvæði“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 20:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæknin hefur verið í stöðugri þróun síðustu ár og tölvuleikir eru þar engin undantekning. Í tölvuleikjum nútímans má sjá persónur sem eru sláandi líkar raunverulegum manneskjum.

Það er því vel hægt að ruglast á myndum af atburðum sem teknar eru úr tölvuleikjum og ljósmyndum af raunverulegum atburðum.

Útvarp Saga birti nýverið viðtal á heimasíðu sinni við Gústaf Skúlason, sem búsettur er í Stokkhólmi. Talað var um glæpi eins og skotárásir, sprengingar, hnífsstungur og nauðganir. Sagt var á Útvarp Sögu að þessir glæpir séu orðnir svo algengir í Svíþjóð að íbúar upplifa ástandið eins og stríðsástand.

Skjáskot af utvarpsaga.is

En þó svo að viðtalið snérist um raunveruleg málefni þá var myndin sem notuð var með viðtalinu ekki tekin úr raunveruleikanum.

Þear vel er að gáð má sjá að myndin er tekin úr tölvuleiknum Grand Theft Auto V sem kom út árið 2013. Myndin sem um ræðir sýnir því ekki raunverulegar löggur að störfum heldur skjáskot af löggum úr tölvuleiknum.

Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir af sænskum lögregluþjónum að störfum í tölvuleiknum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn
Fréttir
Í gær

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“