Fyrri daginn var drengurinn með fylgdarmann með sér en síðan var sagt að hann þyrfti ekki fylgdarmanninn seinni daginn. Drengurinn missti sig seinni daginn, líklega vegna öryggisleysis, og fór að henda hlutum og láta ófriðlega.
Vilmundur Hansen, faðir drengsins tjáði sig um málið á Facebook síðu sinni í dag.
„Fyrstu viðbrögð skólans (og við eru að tala um sérdeild fyrir fötluð börn) eru að reka hann úr skólanum.“
Ástæðan fyrir brottrekstrinum er sú að deildin henti honum ekki og að börnin þar séu svo viðkvæm. Þessi börn sem sögð eru viðkvæm eru í mörgum tilfellum sömu börn og drengurinn hafði verið með í Klettaskóla í tíu ár.
„Ég verð að segja að sérdeildin í Ármúla fellur gríðarlega í áliti hjá mér við svona framkomu. Hvaða skóli vísar fötluðu barni úr skóla á öðrum degi?“
Magnús Ingvason, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla, sagði í samtali við DV að ekki hafi verið um brottrekstur að ræða.
„Það er verið að leita að úrræðum fyrir hann en ég má náttúrulega ekki vera að ræða neitt um einstaka nemendur. Þetta er bara allt í skoðun.“
Magnús þvertekur fyrir að drengnum hafi verið vísað úr skólanum.
„Það er ekki búið að reka neinn úr skólanum“
Hér fyrir neðan má lesa Facebook-færslu Vilmunds í heild sinni
https://www.facebook.com/vilmundur.hansen/posts/10220171157059549