fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Fatlaðir upp á punt

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þroskaþjálfinn og aktívistinn Freyja Haraldsdóttir benti á það á Twitter nýlega að nú þegar haustið gengur í gang hafi stjórnvöld gjarnan samband við hin ýmsu félagasamtök og óski eftir þekkingu, hugmyndum og reynslu fatlaðra. Hins vegar sé í fæstum tilvikum greitt fyrir slíka vinnu og þetta setji fatlaða í erfiða stöðu. Neiti þeir að taka þátt eigi þeir á hættu að ekkert samráð sé haft við þennan jaðarsetta hóp og ákvarðanir sem varði hann þá teknar alfarið af fólki í valdastöðum. Hinn kosturinn er að þýðast boð stjórnvalda og gefa vinnu sína. Fatlaðir einstaklingar hafa ítrekað sótt um vinnu hjá hinu opinbera en fá ekki ráðningu þrátt fyrir hæfni. Freyja bendir þarna á undarlegt háttalag stjórnvalda; að neita fötluðum um störf en á sama tíma bjóða þeim í sjálfboðavinnu eins og um einhverja ölmusu sé að ræða. Stjórnvöld virðast því kæra sig kollótt um fatlaða, en slá þó ekki höndum á móti því að geta skreytt sína málstaði með þeim. Fatlaðir upp á punt. Sjálfsagt að fara fram á ókeypis vinnuframlag þeirra, þau ættu jú bara að prísa sig sæl að stjórnvöld gangi ekki alfarið framhjá þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma
Fréttir
Í gær

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Í gær

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Farþegi stökk fyrir borð til að flýja 2 milljón króna spilaskuld

Farþegi stökk fyrir borð til að flýja 2 milljón króna spilaskuld