

Taílenskir fjölmiðlar greina frá því að 43 ára Íslendingur hafi slasast illa í árekstri í borginni Chiang Mai þar í landi. Maðurinn ku hafa hjólað á dráttarbíl.
Heimamenn hjálpuðu manninum eftir bestu getu og sýnir til að mynda mynd af vettvangi Taílendinga skýla manninum frá sólinni með regnhlíf.
Tvær konur og einn karlmaður aðstoðuðu einnig við að þýða orð hans.
Samkvæmt taílenskum fjölmiðlum blæddi úr höfði mannsins og var hann færður á sjúkrahús. Ekki er vitað um ástand hans nú.