Leiðrétting:
Þau leiðu mistök urðu við vinnslu Tekjublaðs DV, sem kom út í morgun, að Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri á RÚV, var sögð vera með rúmlega 1,8 milljónir í mánaðarlaun. Það hefði gert það að verkum að hún væri hærra launuð en sjálfur útvarpsstjórinn, Magnús Geir Þórðarson, sem er með tæpa 1,8 milljónir í laun.
Hið rétta er að Rakel er með 1.259.095 krónur í mánaðarlaun í starfi sínu hjá RÚV.
Skrifast þetta á mannleg mistök sem DV biðst velvirðingar á.