fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fréttir

Rakel ákærð fyrir sölu á læknadópi: „Það ætti að ákæra hana fyrir morð“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

28 ára íslensk kona sem búsett er í bænum Middleborough í Massachussets var í maí síðastliðnum ákærð fyrir sölu og vörslu á lyfseðlisskyldum lyfjum. Gerði lögreglan innrás á heimili konunnar, Rakelar Ólafsdóttur, að undanfarinni tveggja og hálfs mánaðar rannsókn.

Middleborough er 25 þúsund manna bær í Massachussetts fylki í Bandaríkjunum, í rúmlega klukkutíma akstursfjarlægð frá Boston.

Rakel rekur sólbaðstofu og verslun undir nafninu Rakel´s Tanning Salon and Beautique sem staðsett er í miðbæ Middleborough. Var stofan opnuð í apríl síðastliðnum en lokað í kjölfar þess að lögreglan gerði þar innrás. Stofan var opnuð á ný þann 24.maí síðastliðinn.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Middleborough voru „nokkur“ tilfelli í bænum þar sem ungmenni tóku of stóran skammt af lyfjum. Í framhaldinu höfðu fjölskyldumeðlimir samband við lögreglu og upplýstu að Rakel væri að selja lyf. Í kjölfarið hófst lögreglu rannsókn sem stóð yfir í rúma tvo mánuði og endaði á því að gefin var út leitarheimild á heimili Rakelar.

Með 1,4 milljónir í reiðufé

Samkvæmt upplýsingum sem DV hefur undir höndum gerði lögreglan innrás inn á heimili Rakelar um hádegisbil þann 7.maí síðastliðinn.Við leit á heimilinu fundust skammtar af fentanyl og percocet, en bæði eru það afar sterk verkjalyf sem skyld eru morfíni. Þá fundust einnig skammtar af Suboxone, lyfi sem notað er við ópíatfíkn og Klonopin, sem er róandi lyf.

Hér má sjá efnin og reiðuféð sem gert var upptækt á heimili Rakelar. Ljósmynd/ Middleborough Police Department

Þá fannst einnig reiðufé upp á 11 þúsund dollara sem samsvarar tæplega 1,4 milljónum íslenskra króna. Einnig var lagt hald á vogir og töluvert af áhöldum sem ætluð eru til innpökkunar á fíkniefnum.

„Ég held að fólk sé farið að blöskra að horfa upp á allar þessar ofskammtanir, og ég er þakklátur þessum fjölskyldum sem stigu fram til að aðstoða við að koma þessari konu bak við lás og slá,“ segir Joseph Perkins, lögreglustjóri í yfirlýsingu.

Fram kemur að Rakel hafi verið handtekin þegar í stað og færð fyrir dómara samdægurs. Dómurinn úrskurðaði að hún skyldi látin laus gegn greiðslu tryggingar upp á fimm þúsund dollara, tæpar 620 þúsund íslenskar krónur.  Þá var málið aftur tekið fyrir þann 6.júní síðastliðinn.

Var Rakel ákærð fyrir sölu á Fentanyl og Percocet og fyrir vörslu á Suboxone og Klonopin. Ekki hefur fengist staðfest hvort dómur sé fallinn í málinu en samkvæmt heimildum DV var Rakel látin laus á ökklabandi.

Á facebooksíðu lögreglunnar í Middleborough hafa fjölmargir bæjarbúar skrifað athugasemd þar sem þeir hrósa vinnubrögðum lögreglunnar í málinu. Þá hafa fjölmargir einnig lýst yfir reiði sinni og kalla eftir harði refsingu.

„Vonum að dómarinn sé starfi sínu vaxinn. Þessir dópsalar eiga að fá þunga dóma,“ ritar einn.

Annar bæjarbúi skrifar: „Það ætti að ákæra hana fyrir morð. Hún er jafn sek og hún væri ef hún hefði tekið í gikkinn á skammbyssu.“

Segist höfð fyrir rangri sök

„Ég er fíkill í bata og mér var búið að ganga mjög vel. Ég var búin að opna mína eigin verslun en síðan missti ég tökin í rúman mánuð,“ segir Rakel í samtali við DV. Hún heldur fram sakleysi sínu í málinu. Rakel segist gruna að símtölin til lögreglunnar hafi komið frá tveimur stúlkum sem hún var áður í samskiptum við. Hún lokaði á þau samskipti og segir stúlkurnar hafa tekið því illa.

„Það er eins og þær hafi snúist gegn mér vegna þess að það var mjög stutt á milli þessara símtala. „Það er ekkert hægt að sanna á mig, sem er gott,“ segir Rakel og bendir á að lögreglan hafi ekki notast við svokallaða „controlled buy“ aðferð, þar sem einstaklingur á vegum lögreglunnar fer og verslar við grunaðan fíkniefnasala. Því sé ekki hægt að sanna að hún hafi verið að selja lyf.

Rakel Ólafsdóttir. Ljósmynd/Skjáskot af vef Facebook

Hún viðurkennir að hafa notað efnin sjálf, þegar hún hefur verið að skemmta sér með öðrum, og það sé allt og sumt. „Ég hef ekki verið að selja neitt og ég er ekki ábyrg fyrir neinu af því sem þau segja.“

Þá segir Rakel að reiðuféð sem fannst á heimili hennar hafi ekki tengst fíkniefnasölu. „Leigusalinn minn var búinn að stefna mér fyrir dóm út af láni sem ég tók hjá henni, en ég hafði frest þangað til í september til að greiða það upp. Ég safnaði þess vegna saman þessum pening til að geta lagt fram greiðslu fyrir dómnum.“

Hún segir málið ennþá vera opið og á meðan er hún undir rafrænu eftirliti.

„Fíklar fara út af sporinu, það getur gerst og það er hluti af batanum. Þetta er mestallt orð á móti orði,“ segir Rakel að lokum en hún segist búast við skilorðsbundnum dómi til tveggja eða þriggja ára vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt