fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Áslaug var með há laun hjá Orku náttúrunnar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Thelma Einarsdóttir náði athygli heillar þjóðar á síðasta ári og vel fram á það nýja þegar henni var sagt upp hjá Orku náttúrunnar (ON). Áslaug hafði gegnt stöðu forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá fyrirtækinu, sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, en var sagt upp haustið 2018. Áslaug og eiginmaður hennar, Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs, létu hátt í sér heyra og hélt Áslaug því fram að hún hefði verið rekin fyrir að kvarta undan hegðun Bjarna Más Júlíussonar, þáverandi framkvæmdastjóra ON. Síðar var uppsögnin talin réttmæt af innri endurskoðun en fyrir stuttu lagði Áslaug fram stefnu á hendur ON fyrir að hafa mismunað henni í launum á grundvelli kyns.

Bjarni Már hafði meðal annars verið sakaður um að senda frá sér óviðeigandi tölvupóst á starfsfólk. Honum var sagt upp skömmu eftir uppsögn Áslaugar.

Innri endurskoðun komst að þeirri niðurstöðu að Áslaugu hefði verið sagt upp vegna „frammistöðuvanda“. Niðurstaðan var mjög umdeild enda koma uppsögn Áslaugar í kjölfar þess að hún kvartaði undan hegðun Bjarna Más. Auk þess var orðalagið frammistöðuvandi haft í flimtingum.

Laun: 1.365.851 kr.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Í gær

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Foktjón varð á Ísafirði

Foktjón varð á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur