fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Taka undir áhyggjur Eyþórs: „Einkabílum fækkar ekki þrátt fyrir tafirnar“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Umferðartafirnar í Reykjavík eru allar heimatilbúnar og umferðarhnútana mætti auðveldlega leysa. Ef vilji stæði til þess.“

Þetta segir í staksteinum Morgunblaðsins í dag en þar er fjallað um áhyggjur Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, yfir komandi umferðarþunga nú þegar skólarnir eru að byrja aftur og hjól atvinnulífsins farin að snúast á fullu eftir sumarleyfi.

DV fjallaði um pistil Eyþórs í gær og er óhætt að segja að hann hafi vakið talsverða athygli. Eyþór sagði að umferðin í Reykjavík væri eins og í milljónaborg og gagnrýndi það meðal annars að umferðarljósum væri ekki stýrt með ljósastýringu. Gagnrýni Eyþórs sneri að fleiri þáttum, til dæmis skipulaginu í Reykjavík og því að ekki skuli reynt að efla austurborgina með uppbyggingu atvinnutækifæra í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi til dæmis. Þess í stað væri öllu smalað á þrengsta blettinn í miðborg Reykjavíkur.

Í staksteinum Morgunblaðsins er tekið undir þessa gagnrýni að miklu leyti.

„Hvernig stendur á því að umferðarljósastýring í Reykjavík er í ólagi? Eyþór nefnir mörg dæmi um óþarfar tafir og orsakir þeirra í höfuðborginni og spyr: „Af hverju eru þessi mál komin í öngstræti á tækniöld árið 2019? Getur verið að það sé viljandi gert?“ Von er að spurt sé og því miður virðist svarið blasa við,“ segir í staksteinum og því bætt við að þær aðgerðir sem farið hefur verið út í bendi til þess að ætlun borgaryfirvalda sé að tefja umferð og reyna með því að fá fólk til að aka minna.

„Líklega er tilgangurinn að koma fólki úr einkabílum og inn í strætó, en það hefur mistekist hrapallega. Einkabílum fækkar ekki þrátt fyrir tafirnar, sem sýnir hve almenningur telur þann ferðamáta miklum mun þægilegri en annan sem í boði er. Og notkunin á strætó hefur ekkert breyst. Umferðartafirnar í Reykjavík eru allar heimatilbúnar og umferðarhnútana mætti auðveldlega leysa. Ef vilji stæði til þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Líkt og 6,7 milljónir bíla væru teknir úr umferð í heilt ár 

Líkt og 6,7 milljónir bíla væru teknir úr umferð í heilt ár 
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“
Fréttir
Í gær

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“