fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fréttir

Bjarni blæs á kjaftasögurnar: „Eins og sakir standa er ég bara í fullu fjöri“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. ágúst 2019 08:58

Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eins og sakir standa er ég bara í fullu fjöri og sé ekki fyrir mér að hætta í stjórnmálum,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við RÚV í morgun.

Þar var Bjarni meðal annars spurður út í framtíð sína sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni segir það ótímabært að velta fyrir sér framtíð sinni sem formaður – sjálfur hafi hann áhuga á að halda áfram.

Orðrómur hefur verið á kreiki um að Bjarni hafi hug á að hverfa úr stjórnmálum. Pistlahöfundurinn Náttfari á Hringbraut fjallaði til dæmis um það í vor og vöktu skrifin, eðli málsins samkvæmt, talsverða athygli. Í pistlinum sagði meðal annars orðrétt:

„Hann er sagður undirbúa brottför úr stjórnmálum, jafnvel strax í haust. Hann vill stíga niður sem ráðherra og geta haldið því fram að hér ríki stöðugleiki þó horfur í þjóðarbúskapnum séu hreint ekki góðar. Bjarni mun vera orðinn „hundleiður“ á stjórnmálavafstrinu, eins og einn þingmaður flokksins sagði við okkur.“

Um miðjan júlí furðaði Baldvin Jónsson, tengdafaðir Bjarna, sig á þeim sem héldu því fram að Bjarni væri að hætta sem formaður. „Nafnlaust fólk fjallar um að stjórnmálamaður sé að hætta störfum. Svo er reynt að ala á allskyns tortryggni í garð viðkomandi, allt meira og minna byggt á dylgjum sem ill mögulegt er að stöðva enda svomikið bull á ferðinni,“ sagði Baldvin.

Í umfjöllun DV fyrir skemmstu kom einnig fram að ekkert benti til þess að Bjarni ætlaði að hætta sem formaður á næstunni. Í fréttinni sagði orðrétt: „Hvað gerist á landsfundi flokksins á næsta ári er kannski annað mál. Heimildamenn DV benda líka á að stjórnarsamstarfið hafi gengið mjög vel og að það sé „mjög sterkt lím“ á milli formanna flokkanna. Þannig sé áhugi á áframhaldandi samstarfi, nái flokkarnir nauðsynlegu fylgi í næstu kosningum.“

Í viðtali við RÚV í morgun sagði Bjarni að landsfundur færi líklega fram á næsta ári. „Ég ætla ekki að fara í framboðsræðu núna án þess að fundur hafi einu sinni verið dagsettur eða ákveðinn,“ sagði Bjarni sem tók þó fram að í stjórnmálum þyrfti fólk að meta stöðu sína reglulega. „Staðan hjá mér í augnablikinu er sú að ég hef áhuga á því að halda áfram og svo svörum við þessu þegar það er tímabært.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gátu ekki lent í Keflavík og sneru við flugvélinni

Gátu ekki lent í Keflavík og sneru við flugvélinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skjólshús – Nýtt úrræði í geðheilbrigðisþjónustu

Skjólshús – Nýtt úrræði í geðheilbrigðisþjónustu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svíþjóð brást of seint við skipulagðri glæpastarfsemi – Ísland hefur enn tíma

Svíþjóð brást of seint við skipulagðri glæpastarfsemi – Ísland hefur enn tíma
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“