fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Margir minnast Þorsteins: „Það er mikill skaði fyrir Ísland að missa slíkan mann fyrir aldur fram“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 30. júlí 2019 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útför Þorsteins Inga Sigfússonar prófessors fer fram frá Hallgrímskirkju í dag. Hans er minnst í afar fallegum orðum á rúmlega þremur síðum í Morgunblaðinu í dag. Þorsteinn var bráðkvaddur í Stokkhólmi þann 15. júlí síðastliðinn. 

Þorsteinn kom víða við á sinni ævi en hann var margrómaður vísindamaður sem skilur  eftir sig fjölda ritrýndra vísindagreina auk annarra skrifa.

Þorsteinn hlaut ýmsar viðurkenningar og verðlaun fyrir framlag sitt til vísindanna. Þar má helst nefna riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 2004 auk rússnesku alheimsorkuverðlaunanna (e. Global Energy Prize).

Elskið hvert annað

Árni Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, minnist Þorsteins á hjartnæman hátt í blaðinu þar sem hann rifjar upp æskustundir með bróður sínum. Hann botnar minningargreinina með heilræði til systkina sinna en þessi heilræði geta allir tekið til sín.

„Elskið hvert annað. Gefið hvert öðru ráð ef sóst er eftir þeim en íklæðist þeim ekki. Fyrirgefið. Eigið samverustundir þar sem góðar rökræður, bros, þakklæti og hjartahlýja fá notið sín. Þannig var samstarf okkar bræðra. Þannig kveð ég minn ástkæra bróður.“

Stjórnandi og frumkvöðull

Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður og vinur Þorsteins, kveður hann og talar meðal annars um hversu gíður leiðtogi hann var.

„Þorsteinn Ingi Sigfússon var ekki aðeins góður fræðari og fræðimaður í sinni grein, heldur einnig stjórnandi og frumkvöðull á mörgum sviðum. Það sem hann ekki komst yfir að sinna, fól hann öðrum með sérstökum hæfileikum leiðbeinandans eða stuðningsmanns og hafi gott lag á að ýta undir góðar hugmyndir, helst alla leið til framkvæmda.“

Mikill skaði fyrir Ísland

Jón Valur Jensson, guðfræðingur og bloggari, talar um það hvernig hann kynntist Þorsteini í Cambidge háskólanum og segir lát vinar síns vera mikinn missi fyrir allt Ísland.

„Það er mikill skaði fyrir Ísland að missa slíkan mann fyrir aldur fram, svo margt sem enn hefði mátt vænta af honum.“

Mikilsvert framlag til vísinda

Svana Helen Björnsdóttir, skrifar kveðju fyrir hönd Verkfræðingafélags Íslands. Hún segir framlag hans til vísinda vera mikilsvert.

„Hann vann að því að vekja athygli ungra verkfræðinga og raunvísindafólks á viðfangsefnum tengdum stóriðju, og kom að því að mennta meistara- og doktorsnema í málmeðlisfræði og málmverkfræði við Háskóla Íslands og nokkrar aðrar háskólastofnanir erlendis. Til varð þekkingargrunnur íslenskra eðlisfræðinga og verkfræðinga sem gagnast stóriðjunni, orkufyrirtækjum og fleirum.“

Jákvætt afl

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi ráðherra, og eiginmaður hennar, Vilhjálmi Jens Árnasyni, minnast Þorsteins með því að tala um það jákvæða afl sem hann var.

“Þorsteinn Ingi var einn af þeim sem er gott, gefandi og hvetjandi að þekkja. Hann var jákvætt afl í svo mörgum skilningi; sem hlýr og vandaður einstaklingur, traustur og umhyggjusamur fjölskyldumaður og hugmyndaríkur, óhefðbundinn og kraftmikill vísindamaður. Við þekktum hann bæði lítillega áður en við urðum par, annað okkar í gegnum tengdafjölskyldu hans og hitt sem elsta bróður besta vinar. Síðan höfum við, aðallega í gegnum vináttu okkar við Þór og Halldóru, notið þess að hitta hann reglulega, eiga við hann góð samtöl, finna samkennd hans og stuðning á ólíkum tímamótum og skynja áhuga hans, væntumþykju og ástríðu gagnvart öllu því góða sem lífið færði honum.“

Útför Þorsteins fer sem fyrr segir fram frá Hallgrímskirkju í dag klukkan 13

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“
Fréttir
Í gær

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi