fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Enginn sá hann koma – Var á ofsahraða og hefði getað valdið gríðarlegu tjóni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. júlí 2019 06:00

Loftsteinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt fimmtudags fór stór loftsteinn mjög nærri jörðinni. Hann kom öllum að óvörum og vissu vísindamenn ekki af ferðum hans fyrr en skömmu áður en hann geystist framhjá heimkynnum okkar. Loftsteinnin fór framhjá jörðinni í aðeins 70.000 kílómetra fjarlægð en til samanburðar má nefna að tunglið er í um 380.000 kílómetra fjarlægð.

Hraði loftsteinsins var einnig mikill en hraði hans var 87.000 km/klst. Þeir sem voru svo heppnir að vera utandyra, á rétta staðnum og í heiðskíru veðri hefðu getað séð loftsteininn sem lýsandi hlut sem geystist yfir himininn. Hann fékk heitið 2019 OK.

Sydney Morning Herald segir að vísindamenn hafi ekki vitað af loftsteininum fyrr en tæpum sólarhring áður en hann geystist framhjá. Ein aðalástæðan er að hann kom í átt frá sólinni. Miðillinn hefur eftir Michael Brown, prófessor við Monash háskóla, að hér hafi verið um merkan atburð að ræða. Þetta sé í flokki með þeim loftsteinum sem hafi farið allra næst jörðinni, svo vitað sé, og hér sé um nokkuð stóran loftstein að ræða.

Hér fyrir neðan er myndband sem sýnir leið loftsteinsins.

Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir að 2019 OK sé á milli 57 og 130 metrar í þvermál. Loftsteinn af þessari stærð myndi valda gríðarlegu tjóni ef hann lenti í árekstri við jörðina. Aflið við sprenginguna myndi jafnast á við 30 Hiroshima-kjarnorkusprengjur. En þrátt fyrir að vera svona mikið eyðingarafl þá er erfitt að koma auga á loftsteina af þessari stærð því þeir eru í raun frekar litlir.

OK 2019 kemur fljótlega aftur en þá getum við verið nokkuð róleg því þá verður hann í um 50 milljarða kílómetra fjarlægð en það verður 2024.

Í myndbandinu hér fyrir neðan sést hversu mikið afl fylgir sprengingu loftsteina þegar þeir koma inn í gufuhvolfið en myndbandið er frá 2013 og sýnir þegar loftsteinn, sem var um 20 metrar í þvermál, sprakk yfir Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Jóhannes Valgeir látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann