fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Forstjóri Sýnar blandar sér í málið – „Eru kapítalískir fjölmiðlar að græða á henni?“ 

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. júlí 2019 12:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frétt DV í gær um ummæli Hildar Lilliendahl um Ingólf Þórarinsson, betur þekktan sem Ingó Veðurguð, hefur vakið mikla athygli og sitt sýnist hverjum. Hildur sagði Ingó reyna við unglinga og níðast á feitum konum. Málið virðist skipta fólki í tvær fylkingar en þeir sem fordæma Hildi hafa ekki sparað stóru orðin.

Sjá einnig: Hildur segir Ingó Veðurguð hálfvita sem níðist á feitum konum og reyni við unglinga

Hildur hefur borið sig illa eftir fréttina, sem var byggð á orðum hennar á Twitter. Á sama miðli sagði hún í gær að hún væri miður sín. „Ég finn af kommentunum á DV að að velgengni söfnunarinnar í Málfrelsissjóð hefur skilað sér í auknum þunga í hatur fólks í minn garð. Ég hef ekki oft átt svona erfitt með að lesa í gegnum nokkra tugi ógeðskommenta,“ skrifaði Hildur meðal annars.

Hin þekkta baráttukona, Elísabet Ýr Atladóttir, fjallar um þetta á Twitter-síðu sinni og segir fjölmiðla græða á því að Hildur sé hötuð af mörgum. „Sannleikur um fjölmiðla: þeir græða á því að fólk hati Hildi Lilliendahl og gera í því að leyfa ógeðslegu andlegu ofbeldi, áreitni og ofsóknum gegn henni grassera sem þeir væru annars löngu búnir að ritstýra eða loka fyrir. Fullkomið kapítalískt feðraveldi,“ skrifar Elísabet Ýr.

Þessu svarar Heiðar Guðjónsson, áður Heiðar Már, forstjóri fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar. Það félag rekur fjölda fjölmiðla en þar má helst nefna Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. „Ekki er það sama Hildur sem villti á sér heimildir á netinu og veittist að Hafdísi Huld. Eða var dæmd fyrir meiðyrði?  Og segir nú að ástsæll söngvari sé að áreita konur??? Eru kapítalískir fjölmiðlar að græða á henni?  Virkilega?,“ skrifar Heiðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt
Fréttir
Í gær

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“