fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Segir Miðflokkinn fylgjandi útrýmingu alkóhólisti: „Skýrir kannski hvers vegna ekkert hefur heyrst frá Gunnari Braga“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. júlí 2019 13:20

Birgir Þórarinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn stofnanda Sósíalistaflokksins, skýtur fast á Miðflokkinn og grein Birgis Þórarinsson, þingmann flokksins, sem birtist í Morgunblaðinu. Í þeirri grein kemur hann Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, til varnar.

Duterte er þekktur fyrir aftökur án dóms og laga í stríði sínu gegn fíkniefnaneytendum. Birgir segir hann þó gífurlega vinsælan og telur að Ísland ætti ekki að gagnrýna landið og forsetann. Birgir fundaði með stuðningsmönnum Duterte í síðustu viku.

„Auk þess gat ég þess að forseti Filippseyja væri mjög vinsæll í heimalandinu, en 80 prósent landsmanna styðja hann í baráttunni gegn glæpagengjum fíkniefnanna þar í landi,“ segir Birgir í pistli sínum meðal annars.

Gunnar Smári gefur í skyn að það sé hræsni að styðja mann sem sé sakaður um að drepa fíkla meðan viðkomandi er í sama flokki og Klaustursþingmenn.

„Okei, Miðflokkurinn er sem sagt fylgjandi útrýmingu áfengis- og vímuefnasjúklinga. Gott fyrir okkur alkana að vita af því. Skýrir kannski hvers vegna ekkert hefur heyrst frá Gunnari Braga lengi, Birgir Þórarinsson hefur líklega leigt þyrlu, flogið út á Faxaflóa og hent Gunnari Braga út,“ segir Gunnar Smári.

Hann hjólar svo í Morgunblaðið í athugasemd við eigin færslu. „Morgunblaðið styður bæði Duterte á Filippseyjum og Bolsonaro í Brasilíu og er því fylgjandi ríkisstýrðu ofbeldi gagnvart bæði alkóhólistum og hinsegin fólki. Og blaðið styður líka ofsóknir Trump gegn innflytjendum í Bandaríkjunum. Blað allra landsmanna? Það var það svo sem aldrei en er það örugglega ekki lengur,“ segir Gunnar Smári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið