fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Var Leifur Eiríksson dópisti? – Leifar af kannabisplöntum fundust á Nýfundnalandi

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 19. júlí 2019 11:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leifar af kannabisplöntum hafa fundist í víkingaþorpi á Nýfundnalandi. Þessi fornleifafundur vekur upp spurningar ýmsar spurningar.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gefin var út í tímaritinu Proceedings of the National Academy  of Science. Víkingaþorpið er staðsett á norðanverðu Nýfundnalandi, á svæðinu L’Anse aux Meadows. 

Víkingar settust að á svæðinu um árið 1000 og þar til núna var talið að svæðið hafi aðeins verið notað í stuttan tíma. Þessi nýja rannsókn gefur þó til kynna að víkingarnir hafi búið á svæðinu fram á þrettándu eða jafnvel fjórtándu öld.

Leifur Eiríksson bjó á þessum slóðum á svipuðum tíma. Það er mögulegt að landssvæðið sem þekkt er í dag sem Nýfundnaland sé Vínlandið hans Leifs. 

Í ágúst árið 2018 grófu fornleifafræðingar upp mómýri á svæðinu og þar fundust lífrænar leifar sem fræðingana grunar að séu frá tímum víkinganna.

Hluti af þessum lífrænu leifum innihélt frjókorn úr kannabisplöntunni sem vex ekki náttúrulega á þessu svæði. Það er því gert ráð fyrir að víkingarnir hafi fundið plöntuna annars staðar og gróðursett hana síðan á svæðinu.

Þessi fornleifafundur vekur upp spurningar um það hvort víkingarnir hafi notað hamp í föt eða hvort þeir hafi reykt það á ferðum sínum um Norður-Ameríku. 

Paul Ledger, höfundur greinarinnar, vildi brýna fyrir fólki að þessi frjókorn gætu hafa ferðast með vindinum. Það gæti líka verið að frjókornin hafi borist með öðru fólki en víkingunum sem bjuggu á svæðinu. 

„Niðurstöðurnar sem koma fram vekja upp fleiri spurningar en þær svara“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“
Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”