fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ásta Guðrún segist með áfallastreitu vegna Birgittu: „Ég er með kökk í hálsinum af kvíða“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. júlí 2019 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi alþingismaður Pírata, segist enn í áfalli eftir samstarf með Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þingmann sama flokks. Hún segist upplifa kvíða við að lesa viðtal Stundarinnar við Söru Elísu Þórðardóttur, varaþingkonu Pírata. Í því viðtali sakar Sara Birgittu um að hafa beitt andlegu ofbeldi. „Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi,“ segir Sara.

Ásta greinir frá þessu á Facebook. „Ég er með kökk í hálsinum af kvíða eftir að hafa lesið þetta viðtal. Þetta ýfir upp áfallastreituna sem ég hef verið að vinna við síðan ég hætti á þingi. Þetta lýsir bara ágætlega því sem ég þurfti að díla við í tvö ár af samstarfi við þessa konu, sem var það erfitt að það þurfti að kalla til vinnustaðasálfræðings,“ segir Ásta.

Sjá einnig: Píratar höfnuðu Birgittu – Yfirgaf fundinn grátandi

Hún segir að aðrar reglur hafi gilt um Birgittu, en þess má geta að Ásta nefnir hana aldrei á nafn í stöðufærslunni. „Deila og drottna, skapa sundrungu. Að ráða ríkjum í óreiðunni. Flatur strúktur á ekki að þýða neinn strúktur – en fyrir hana, þá þýddi flatur strúktur óreiða, að það væri hægt að færa mörkin endalaust til, að setja óraunverulegar kröfur á aðra. Aðrar reglur gilda um hana en aðra. Þessi óreiða bjó til einræðisherra þar sem hinn frekasti fékk að ráða, og þegar það var reynt að spyrna við því, þá fór allt í uppnám,“ segir Ásta.

Hún segist þrátt fyrir þetta enn vera í Pírötum. „Ég á í góðum samskiptum við allflesta fyrrverandi samstarfsfélaga, bæði úr flokknum og af þingi. Ég er enn í Pírötum, hef unnið að þeirra málefnum í Evrópu og hef stutt þá hérlendis eftir getu síðan ég hvarf af þingi. En ég get sagt með vissu að ef ég hefði verið tilnefnd í trúnaðarráð þá hefði ég ekki þegið þá tilnefningu af þeirri einföldu ástæðu að fyrrverandi þingmenn flokksins, sama hversu vel þeir eru liðnir, eru ekki hlutlausir aðilar og til þess fallnir að gegna slíkri trúnaðarstöðu. Það er það sem málið snýst um,“ segir Ásta.

Hún segir að ein besta ákvörðun hennar hafi verið að kalla til vinnusálfræðings. „En þetta ýfir upp gömul sár og einhverntíann vill fólk fá að halda áfram. Þetta er kannski ákveðið uppgjör, sem hjá mér byrjaði með því að labba inn í þingflokk sem var svo þrunginn ósætti að það þurfti að kalla á vinnustaðasálfræðing, ein besta ákvörðun sem ég tók á mínum stutta ferli sem þingmaður,“ segir Ásta Guðrún.

Hún segir að þessi ár, 2015 til 2017, séu erfiðustu ár lífs hennar: „Ég er enn að vinna mig úr þessu tímabili, sem held ég verði með erfiðustu árum lífs míns, enda erfitt að toppa. Það að sjá aðra tala eins og úr mínu hjarta um þetta samstarf er ákveðin viðurkenning á því sem ég upplifði. Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“