fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 14:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiða nokkur deilir mynd af karlmanni innan FB-hóps íbúa í Langholtshverfi. Hún segir manninn hafa tekið myndir af börnum á róluvelli og fullyrðir að hann sé að vinna fyrir Reykjavíkurborg. Heiða þessi taldi þetta vafasamt og má lesa milli línanna að hún hafi talið hann mögulega barnaníðing. Færslan hefur vakið athygli á stuttum tíma og hefur henni nú þegar verið deilt innan hópsins Mæðratips.

„Í morgun var ég á Drekaróluvelli við Drekavog en þar var fullorðinn karlmaður (ca. 40-50 ára) að væflast og taka myndir, m.a. gerði hann sig líklegan til að taka mynd af fimm ára gömlum dóttursyni mínum og þegar ég spurði hvað hann væri að gera þarna þá svaraði hann að hann væri að taka út leiktæki fyrir Reykjavíkurborg,“ skrifar Heiða.

Hafði samband við lögregluna

Heiða segist hafa hringt í borgina og þar kannaðist enginn við þetta. „Þeir sögðu þegar ég hringdi þangað að enginn væri á þeirra vegum þarna og báðu mig um að hafa samband við lögregluna sem kom og ætlar að kanna svæðið. Það var þarna ung móðir líka sem einnig talaði við þá, en maðurinn hafði líka sagt henni að hann væri þarna fyrir borgina,“ skrifar Heiða.

Hún bætir við að þetta hljóti að teljast grunsamlegt í ljósi þess að hann hafi sagt ósatt um tilgang ljósmyndanna: „Hver tilgangurinn er veit ég ekki en finnst rétt að setja þetta hér inn, því augljóslega laug hann til um tilgang veru sinnar á vellinum.“

Maðurinn svarar í athugasemd

Ekki var allt sem sýndist því maðurinn á myndinni svarar henni í athugasemd. „Ég heiti Stefán og er starfsmaður Eflu verkfræðistofu. Meðal þess sem ég geri er að fara á milli leiksvæða Reykjavíkurborgar og gera ástandsskoðanir á þeim. Þegar þú talar um að ég hafi gert mig líklegan til að taka mynd af dóttursyni þínum, var ég að taka mynd af toppinum á staurnum í burðarvirki rennibrautarinnar, því hlífin sem á að vera ofan á honum er brotin,“ lýsir Stefán.

Hann segir að starfið feli í sér að skoða leikvelli. „Móðirin sem spurði mig nánar út í veru mína þarna fékk allar upplýsingar sem ég gat gefið henni, ég sýndi henni m.a. verkefnastjórnunarforritið sem ég vinn með, þar sem allir leikvellir Reykjavíkur (leikskólalóðir, grunnskólalóðir og opin leiksvæði) eru listaðir. Starfið felst í að skoða leikvelli, taka myndir af öllu sem ekki er eins og það á að vera, skrásetja það, forgangsraða og eftir atvikum fá verktaka til að koma á staðinn til að gera við,“ segir Stefán.

Hann merkir svo sérstaklega lögregluna í athugasemd sinni til að taka af allan vafa. „Mér þykir mjög leitt að hafa skotið ykkur skelk í bringu, en ég svaraði öllum spurningum satt, rétt og skilmerkilega. Ef enn er grunur um illan ásetning, hvet ég þig til að hafa samband við Eflu verkfræðistofu, því yfirmenn mínir og samstarfsfólk geta staðfest að það er akkúrat þetta sem ég geri. Ég merki Lögregluna í Reykjavík hérna, svo hægt sé að ná í mig ef þess gerist þörf,“ skrifar Stefán.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu