Sunnudagur 23.febrúar 2020
Fréttir

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 11:39

Skjáskot úr frétt Stöðvar 2 um truflunina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjallað var um grænkeramótmæli aktívista í Krónunni Granda í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. That Vegan Couple, sem kom að skipulagningu mótmælanna, segja það beinum orðum í myndbandi um mótmælin á samfélagsmiðlum að fréttastofa Stöðvar 2 hafi beðið mótmælendur um að skipuleggja mótmælin svo hægt væri að ná þeim á upptöku.

„Við erum núna að gera aðra truflun með fjölmiðlum,“ segir í myndbandi sem parið setti á Instagram-síðu sína.

„Í dag hefur ein stærsta sjónvarpsstöð Íslands, Stöð 2, haft samband við aktívista og bað okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp og fjallað um málið.“

Samskonar mótmæli voru haldin á mánudaginn í Hagkaup, Skeifunni. Mótmælin, eða truflunin líkt og svona aðgerðir eru gjarnan kallaðar, gengu út á það að standa fyrir framan kjötborð Krónunnar á meðan kvalahljóð dýra voru spiluð.

Stöð 2 fjallaði um málið í kvöldfréttum sínum og síðar birtist frétt um málið á Vísi. Af fréttunum má skilja að starfsmenn fréttastofu Stöðvar 2 hafi ekki komið að skipulagningu mótmælanna.

„Hópur aðgerðasinna mótmælti neyslu dýraafurða í Krónunni á Granda í dag. Mótmælin voru svipuð þeim sem fram fóru í Hagkaup í Skeifunni í gær og voru það grænkerarnir Natasha Katherine Cuculovski og Luca Padalini sem stóðu fyrir mótmælunum,“ segir í fréttinni á Vísi.

DV hafði samband við Þóri Guðmundsson, ritstjóra fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, en hann sagði að málið væri byggt á misskilningi. Hann sagði að ruglingur hefði átt sér stað í samskiptum sem fóru fram í gegnum þriðja aðila sem væru Samtök grænkera á Íslandi.

Blaðamaður hafði í kjölfarið samband við Viggu Þórðar sem er í Samtökum grænkera á Íslandi, en hún tók undir að um misskilning væri að ræða. Færslu That Vegan Couple var breytt eftir að blaðamaður hafði samband við Stöð 2 en í myndbandinu sjálfu er því enn haldið fram að Stöð 2 hafi óskað eftir mótmælum. Þá færslu má sjá hér fyrir neðan.

View this post on Instagram

Yesterday we did the very first direct action distruption in Reykjavik, Iceland. ~ There have been so many news articles about this! It has created huge discussion and we forced the issue of animal rights into the mainstream. ~ Today, we did a second disruption and the media wanted to film it and do a news story! ➡️ WATCH THE LIVE STREAM. ~ The disruption was on the evening news, along with a live interview discussing the action. ~ Direct Action is needed to create social change. PLEASE watch the video "The Science of Social Change" on YouTube by @directactioneverywhere … it will explain why this action is absolutely necessary to achieve animal rights. ~ Thanks to all the activists who took part in both actions (we had more people join for the second disruption!). Keep it going Iceland ✊🖤 ~ "Going vegan is not the most we can do, it's the least we can do" – That Vegan Couple. . . @directactioneverywhere

A post shared by That Vegan Couple (@that_vegan_couple) on

Uppfært kl. 16.05 – Inngangi greinarinnar hefur verið breytt í samræmi við ummæli frá fréttastofu Stöðvar 2 um að málið hafi verið á misskilningi byggt. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Hrottarnir í Hamraborg hvergi nærri hættir: „Þeir segjast ætla að ráðast á hann aftur ef hann talar við lögregluna”

Hrottarnir í Hamraborg hvergi nærri hættir: „Þeir segjast ætla að ráðast á hann aftur ef hann talar við lögregluna”
Fréttir
Í gær

Vara við hellaferðum á Reykjanesi eftir gasmælingar í gær

Vara við hellaferðum á Reykjanesi eftir gasmælingar í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskri stúlku nauðgað á Krít: „Ég vil að þeir fari í fangelsi“ – Bar kennsl á þá með „tár í augum“

Íslenskri stúlku nauðgað á Krít: „Ég vil að þeir fari í fangelsi“ – Bar kennsl á þá með „tár í augum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglu tilkynnt um hávaða í miðborginni – Í ljós kom að heimafæðing var í gangi

Lögreglu tilkynnt um hávaða í miðborginni – Í ljós kom að heimafæðing var í gangi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bolli sakar Dag um hroka: Segir að stöðva verði árásirnar áður en miðbærinn deyr endanlega

Bolli sakar Dag um hroka: Segir að stöðva verði árásirnar áður en miðbærinn deyr endanlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

17 ára piltur handtekinn eftir fíflagang við skólaball í gærkvöldi

17 ára piltur handtekinn eftir fíflagang við skólaball í gærkvöldi