fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Lögreglumenn á Suðurnesjum höfðu aldrei séð aðra eins tölu á áfengismælinum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. júlí 2019 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Tilkynnt var um rásandi aksturslag bifreiðar um hádegibilið fyrr í vikunni og fylgdi tilkynningunni skráningarnúmer ökutækisins. Skömmu síðar stöðvuðu vaskir lögreglumenn för þessarar bifreiðar og höfðu tal af ökumanni.“

Svona hefst tilkynning sem Lögreglan á Suðurnesjum birti á Facebook-síðu sinni í morgun. Þar segir af ökumanni sem var svo ölvaður að hann gat varla staðið í fæturna.

„Ljóst var strax að ökumaður var alls ekki í standi til að aka bifreið og í raun var hann ekki í standi til að vera á fótum. Honum var kynnt að hann væri handtekinn grunaður um ölvun við akstur og var hann beðinn um að blása í áfengismæli og má sjá útkomuna á meðfylgjandi ljósmynd. Vakthafandi lögreglumenn, sem nokkrir eiga tugi ára að baki í lögreglu, höfðu aldrei séð aðra eins tölu á áfengismælinum og vonandi sjáum við aldrei aftur svona tölu. Ökumaður þessi á von á ansi langri ökuleyfissviptingu og svimandi hárri sekt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann