fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Kári vill skipta samtökum lækna í tvennt: „Hvers vegna ættum við að styðja svona brölt?““

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 2. júlí 2019 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, segir að hagsmunabarátta lækna og samfélagsleg ábyrgð eigi ekki alltaf samleið. Því þurfi að skipta samtökum lækna í tvennt. Þetta kemur fram í grein Kára sem birtist hjá Fréttablaðinu.

Stjórnvöld leita sjaldan til samtaka lækna

Kári segir að á síðustu áratugum hafi sjaldan verið leitað til samtaka lækna þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um breytingar á heilbrigðiskerfinu.

„Þetta hlýtur að stafa af því að stjórnvöld hafa átt í erfiðleikum með að höndla ímyndaðan hagsmunaárekstur eða raunverulegan“

Árið 2015 þegar læknar fóru í verkfall í kjarabaráttu sinni var Hippókratesareiðurinn brotinn til að hafa áhrif á kaup og kjör.

„Þeir brutu sem sagt Hippokratesareiðinn í þeim tilgangi að hafa áhrif á kaup sín og kjör. Það má vel vera að þetta hafi verið réttlætanlegt og eitt er víst að kjör lækna voru ekki öfundsverð á þessum tíma.“ 

Eftir þessa baráttu telur Kári að stjórnvöldum þyki erfiðara en áður að leita til samtaka lækna eftir ráðum um hvernig beri að haga heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

„Ég væri ekki hissa á því að hugsunin væri eitthvað á þessa leið: fyrst samtök lækna ráðlögðu félagsmönnum sínum að brjóta grundvallarprinsipp lækna til þess að hafa áhrif á laun sín sé ekki loku fyrir það skotið að þau væru reiðubúin að ráða stjórnvöldum óheilt til þess eins að auka völd og laun félagsmanna sinna. Þetta er ósanngjarnt og að öllum líkindum rangt, en það er bara það sem það er.

Studdu ekki áskorun til Alþingis

„Hitt er svo ljóst að eftir þessa harðvítugu og árangursríku baráttu samtaka lækna fyrir hærri launum hefur það verið enn erfiðara en áður fyrir stjórnvöld að leita til þeirra eftir ráðum um það hvernig eigi að standa að heilbrigðisþjónustu í landinu.“

Þegar 85 þúsund Íslendingar skrifuðu undir áskorun til Alþingis um að auka stuðning við heilbrigðiskerfið hafi bæði Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur neitað ljá undirskriftasöfnuninni stuðnings sinn, án þess að gefa upp hvers vegna.

„Tónninn var einfaldlega: hvers vegna ættum við að styðja svona brölt?“

Þarf að skipta samtökunum í tvennt

Eina lausnin sem Kári sér í þessum efnum er að skipta samtökum lækna í tvennt.  Annars vegar samtök sem gegna hlutverki stéttarfélags og hins vegar fagfélag sem hefur áhrif á samfélagið í gegnum þekkingu, reynslu og samhygð.

„Meðan þetta tvennt er á sömu hendinni verður alltaf svolítið erfitt fyrir samfélagið að taka samtök lækna eins alvarlega og skyldi þegar þau veita ráð um skipulagningu heilbrigðismála í landinu.“

Einnig sé það hreinlega ósanngjarnt að ætlast til að samtök lækna, líkt og þeim er skipað í dag, líti framhjá kjaralegum hagsmunum félagsmanna þegar þau stangist á við aðra hagsmuni heilbrigðiskerfisins.

„Og það er einnig ósanngjarnt að ætlast til þess að stjórnvöld hagi sér eins og þau séu ómeðvituð um það.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK