fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Handteknir í Hlíðunum grunaðir um þjófnað á reiðhjólum

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. júlí 2019 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt. Alls eru 75 mál skráð í málaskrá lögreglu frá klukkan 17 í gær til fimm í morgun.

Þrír menn voru handteknir í Hlíðahverfi á tíunda tímanum í gærkvöldi vegna gruns um þjófnað á reiðhjólum. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Nokkru áður handtók lögregla konu í annarlegu ástandi við Ingólfstorg en hún er sögð hafa verið að áreita fólk. Hún var vistuð í fangageymslu vegna ástands síns. Þá handtók lögregla mann í miðborginni á þriðja tímanum í nótt en sá var í annarlegu ástandi.

Lögregla handtók svo karlmann í annarlegu ástandi á fjórða tímanum í nótt. Að sögn lögreglu hafði hann ráðist að fólki við Reykjavíkurveg. Maðurinn var færður í fangaklefa.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi hafði lögregla afskipti af ökumanni í Hafnarfirði sem hafði ekið gegn einstefnu. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögregla stöðvaði svo bifreið á Reykjanesbraut við IKEA eftir hraðamælingu og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna.

Loks stöðvaði lögregla bifreið í Grafarvogi klukkan 18 í gærkvöldi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, nytjastuld ökutækis, ofbeldi gegn lögreglumanni, hótanir og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.  Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Þessu til viðbótar voru nokkrir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Alls voru 12 einstaklingar vistaðir í fangageymslu lögreglu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn
Fréttir
Í gær

Grískum fíkniefnasala vísað úr landi – Búinn að lifa á bótum síðan 2021

Grískum fíkniefnasala vísað úr landi – Búinn að lifa á bótum síðan 2021