fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Kastaði posa í konu á Eldsmiðjunni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. júlí 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefna- og hegningarlagabrot.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í desember 2017 kastað posa í konu á veitingastaðnum Eldsmiðjunni. Ekki kemur fram í dómi hvort konan hafi verið viðskiptavinur staðarins eða starfsmaður. Posinn lenti í vinstri handlegg hennar og fékk hún marblett í kjölfarið.

Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa í vörslu sinni rúm tvö grömm af marijúana þegar lögregla hafði afskipti af honum í umrætt sinn. Loks var hann ákærður fyrir þjófnað úr verslun Nettó í apríl síðastliðnum en hann stal matvöru að söluverðmæti 19.689 krónur.

Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi en hann hefur hlotið nokkra dóma vegna hegningarlagabrota, síðast árið 2011. Við ákvörðun refsingar var litið til skýlausrar játningar hans og þess að hann lauk vímuefnameðferð eftir þjófnaðinn í Nettó.

Fangelsisdómurinn yfir manninum er skilorðsbundinn til tveggja ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK