fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Árborg tekur á móti sýrlenskum flóttamönnum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. júlí 2019 12:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, gerði á dögunum samning við Gísla Halldór Halldórsson, bæjarstjóra Árborgar, um móttöku flóttafólks frá Sýrlandi.

Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu kemur fram að samningurinn lúti að móttöku, aðstoð og þjónustu við fimm flóttamenn á tímabilinu 2019-2021. Fólkið kom til landsins í maí síðastliðinn ásamt 42 öðrum flóttamönnum sem settust að á Hvammstanga og á Blönduósi. Fólkið er hingað komið fyrir tilstuðlan íslenskra stjórnvalda og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Er þetta í annað sinn sem Árborg tekur á móti flóttafólki í samstarfi við íslensk stjórnvöld og hefur myndast mikil þekking og reynsla hjá sveitarfélaginu við móttöku flóttafólks.

Í tilkynningunni segir einnig að íslensk stjórnvöld hafi á undanförnum árum aukið verulega við móttöku flóttafólks í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, sveitarfélög hérlendis og Rauða krossinn á Íslandi, en aldrei hafa jafn margir einstaklingar verið á flótta í heiminum og nú. Í ár verður í heildina tekið á móti 75 einstaklingum.  Annars vegar flóttafólki frá Líbanon sem kemur frá Sýrlandi og hins vegar flóttafólki frá Kenía sem kemur víðs vegar frá Afríku.

„Móttaka flóttafólks hér á landi hefur gengið vel og er um að ræða farsælt samstarf á milli sveitarfélaga, ríkis og Rauða krossins á Íslandi. Ég bind vonir við að svo verði áfram,“ segir Ásmundur Einar í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK