fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Þórdís Kolbrún kölluð „fagri ferðamálaráðherrann með mörgu nöfnin“ í Mogganum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. júní 2019 10:30

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Geggjað framúrstefnulegt trix að þykjast ekki – eða leggja ekki á sig að muna nafn á konu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir,  ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í færslu á Twitter.

Þórdís deilir þar skjáskoti úr aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær eftir Hjörleif Hallgríms. Hjörleifur skrifar meðal annars um Evrópusambandið og þriðja orkupakkann í grein sinni, en það vekur óneitanlega athygli hvaða orð hann notar annars vegar um Þórdísi Kolbrúnu og hins vegar Guðlaug Þór Þórðarson, samflokksmann Þórdísar og utanríkisráðherra.

„Nú er það umræðan um orkupakka þrjú og keppt­ust fyr­ir nokkru ut­an­rík­is­ráðherra, Guðlaug­ur Þór, og fagri ferðamálaráðherr­ann með mörgu nöfn­in, að bulla út í eitt á fund­um um að orkupakk­inn skipti bara engu máli,“ segir Hjörleifur.

Eins og að framan greinir segir Þórdís það framúrstefnulegt að leggja ekki á sig að muna nafn á konu. „Álag á þeim. Þórdís Kolbrún eru 13 stafir. Guðlaugur Þór eru 12. Ég legg ekki meira á ykkur krakkar.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“