„Geggjað framúrstefnulegt trix að þykjast ekki – eða leggja ekki á sig að muna nafn á konu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í færslu á Twitter.
Þórdís deilir þar skjáskoti úr aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær eftir Hjörleif Hallgríms. Hjörleifur skrifar meðal annars um Evrópusambandið og þriðja orkupakkann í grein sinni, en það vekur óneitanlega athygli hvaða orð hann notar annars vegar um Þórdísi Kolbrúnu og hins vegar Guðlaug Þór Þórðarson, samflokksmann Þórdísar og utanríkisráðherra.
„Nú er það umræðan um orkupakka þrjú og kepptust fyrir nokkru utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór, og fagri ferðamálaráðherrann með mörgu nöfnin, að bulla út í eitt á fundum um að orkupakkinn skipti bara engu máli,“ segir Hjörleifur.
Eins og að framan greinir segir Þórdís það framúrstefnulegt að leggja ekki á sig að muna nafn á konu. „Álag á þeim. Þórdís Kolbrún eru 13 stafir. Guðlaugur Þór eru 12. Ég legg ekki meira á ykkur krakkar.“
Geggjað framúrstefnulegt trix að þykjast ekki – eða leggja ekki á sig að muna nafn á konu. Álag á þeim. Þórdís Kolbrún eru 13 stafir. Guðlaugur Þór eru 12. Ég legg ekki meira á ykkur krakkar. pic.twitter.com/1oaLKG1KwF
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) June 28, 2019