fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Hrikaleg umgengni við Grindavík: „Ég hef aldrei séð annað eins, ALDREI“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. júní 2019 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að umgengni sé víða slæm á Íslandi. Að þessu komst hópur sem fór í strandhreinsun í vikunni sem sendinefnd ESB á Íslandi stóð fyrir. Blái herinn og nokkur sendiráð ESB-landanna á Íslandi tóku þátt í verkefninu; Danmörku, Frakklandi, Svíþjóð og Þýskalandi.

„Að þessu sinni stóð til að hreinsa strandlengju rétt austan við Grindavík. Við komumst hins vegar nánast ekkert niður á ströndina sjálfa því að það var svo ótrúlega mikið af rusli sem hafið hafði skilað langt upp á land. Langmest úr sjávarútvegi en furðulega mikið úr skotveiðimennsku. Á rúmlega þremur tímum týndum við hátt í tonn af rusli. Það er ekki að ástæðulausu að ESB leggur höfuðáherslu á umhverfismál í öllum sínum stefnumálum,“ segir í færslu sem birtist í gær á Facebook-síðu Evrópusambandsins á Íslandi.

Tómas Knútsson er maðurinn á bak við Bláa herinn og deilir herinn myndinni hér að ofan. Við hana er skrifað: „Í fjörunni við Hraun í Grindavík má finna heilu breiðurnar af svona plastrusli. Ég hef aldrei séð annað eins, ALDREI.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“