Frammistöðubætandi efni, ostarine og RAD-140, fundust í sýni frá CrossFit kappanum Hinrik Inga Óskarssyni við lyfjapróf eftir Reykjavík CrossFit Championship, sem haldið var í Laugardalshöll í maí. Þetta kemur fram á heimasíðu CrossFit Games og Vísir.is greinir einnig frá málinu.
Hinrik Ingi mun því ekki taka þátt í heimsleikunum í CrossFit sem haldnir verða í Bandaríkjunum í byrjun í ágúst.
Árið 2016 var Hinrik Ingi sviptur Íslandsmeistaratitli sínum eins og DV greindi frá þá, en hann féll þá einnig á lyfjaprófi. Í þeirri frétt var greint frá því að Hinrik hefði hótað starfsmönnum lyfjaeftirlitsins barsmíðum.