fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

15 ára íslensk stelpa fær óhugnanleg skilaboð á Bland.is: „Hann er greinilega ekki að leita sér að neinni barnapíu, hann sér bara myndina“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 28. júní 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtán ára gömul stúlka hefur áhuga á að starfa við barnapössun og ákvað að bjóða þjónustu sína á bland.is Móðir hennar, Margrét Friðriksdóttir, sem er lesendum DV að góðu kunn, vildi ekki taka neina áhættu svo hún ákvað að útbúa auglýsinguna fyrir dóttur sína og svara þeim skilaboðum sem myndu berast.

„Ég geri þetta bara vegna þess að það er alltaf hætta á einhverju svona. Ég bjóst nátturulega ekki við því sem gerðist en ég er fegin því núna að ég setti inn auglýsinguna en ekki hún,“ segir Margrét við DV. 

Margrét, undir merkjum dóttur sinnar, fékk send skilaboð á ensku frá einstaklingi með notandanafnið Sidi. Skilaboðin voru afar furðuleg þar sem spurt var um nafn og aldur stúlkunnar, þrátt fyrir að það kæmi fram í auglýsingunni. Margrét gerir því ráð fyrir að maðurinn hafi ekki skilið auglýsinguna heldur einungis séð myndina.

„Hann er greinilega ekki að leita sér að neinni barnapíu, hann sér bara myndina,“ segir Margrét.

Þetta er greinilega vandamál hjá Bland.is en þegar skráðar eru auglýsingar um barnapössun koma upp ráð fyrir ungar barnapíur.

Ráð sem Bland.is gefa til þeirra sem stofna auglýsingu varðandi barnapössun

„Það er óhugnanlegt að það séu virkilega menn þarna í þessum tilgangi, að tæla barnungar stelpur í eitthvað hræðilegt,“ segir Margrét.

Margrét setti upp auglýsinguna fyrir dóttur sína til öryggis en nú prísar hún sig sæla enda hefði þetta auðveldlega getað farið verr. „Ísland er greinilega ekki það örugga land lengur sem við höfum búið í,“ segir Margrét.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“