fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Færri fíkniefnabrot og fleiri kynferðisbrot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. júní 2019 09:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skráðum kynferðisbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í maí miðað við fyrri mánuði en það er aðallega tilkomið vegna sérstakra aðgerða lögreglunnar gegn vændi og mansali. Fíkniefnabrotum fækkaði mikið og hafa ekki verið skráð eins fá fíkniefnabrot og síðan í apríl árið 2016.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu (LRH) þar sem farið er yfir afbrotatölfræði liðins mánaðar. Alls voru skráð 717 hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í maí, svipaður fjöldi og undanfarna mánuði.

Skýrsluna má nálgast hér en þar kemur meðal annars fram að þjófnaðarbrot voru 307 talsins í maí, en líkamsárásir voru 97 talsins.

Tilkynning lögreglunnar um þetta er eftirfarandi:

„Skráð voru 717 hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í maí og hefur fjöldi skráðra hegningarlagabrota haldist tiltölulega stöðugur síðustu þrjá mánuði. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir maí 2019. Þá kemur fram að á tímabilinu hafa litlar breytingar orðið á fjölda þeirra brota sem horft er sérstaklega til i skýrslunni.

Mikil fækkun varð á skráðum fíkniefnabrotum á höfuðborgarsvæðinu en ekki hafa verið skráð jafn fá fíkniefnabrot síðan apríl 2016. Vert er að nefna að það sem af er ári hafa verið skráð um tíu prósent færri fíkniefnabrot en voru skráð að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár á undan.

Mikil fjölgun var á skráðum kynferðisafbrotum í maí en það má einna helst rekja til aðgerða lögreglunnar í vændismálum. Undanfarnar vikur hefur LRH verið í sérstökum aðgerðum tengt mansali en vændi er ein af birtingarmyndum mansals. Þetta er einn af þeim þáttum í skipulagðri brotastarfsemi sem LRH leggur mikla áherslu á.

Heilt yfir fækkaði tilkynningum um þjófnað á milli mánaða en þó ber að nefna að tilkynningum um þjófnað á reiðhjólum fjölgaði nokkuð á milli mánaða. Lögreglan vill því nota tækifærið og benda fólki á óskilamunasíðu lögreglunnar inná www.logreglan.is en þar setur lögreglan meðal annars inn myndir af reiðhjólum sem hafa komið í leitirnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“
Fréttir
Í gær

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dyravörð á Akureyri

Réðst á dyravörð á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi: „Ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot“

Guðmundur Ingi: „Ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot“