fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Tölvutek lokar eftir 12 ár í rekstri

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. júní 2019 10:17

Mynd/ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvutek, ein stærsta verslun landsins með tölvur og aukahluti, hefur lokað verslunum sínum. Þetta var tilkynnt á Facebook-síðu fyrirtækisins og þá kemur símsvari þegar reynt er að hringja í fyrirtækið.

Ekki kemur fram hvers vegna fyrirtækið ákvað að loka en eftirfarandi tilkynning kom á Facebook-síðu Tölvuteks í morgun:

„Kæru viðskiptavinir,

Eftir 12 ár í rekstri þykir okkur leiðinlegt að tilkynna að af óviðráðanlegum ástæðum verða verslanir Tölvutek lokaðar frá og með 24.júní 2019.

Viðgerðir:

Starfsfólk Tölvutek verður í símasambandi næstu daga við þá viðskiptavini sem eiga Tölvubúnað í viðgerð og sér um að koma búnaði til þeirra viðskiptavina.

Pantanir:

Pantanir sem hafa verið greiddar með greiðslukorti eða Greitt.is en ekki afhentar, viðskiptavinur skal setja sig strax í samband við viðkomandi greiðsluaðila og fá færsluna fellda niður ef vara hefur ekki verið afhent eða greiðsla þegar verið felld niður.

Pantanir sem hafa verið greiddar með innleggi en ekki afhentar, eigum við von á að verði ýmist afgreiddar eða endurgreiddar inn á reikning viðkomandi. Kannaðu hvort ekki hafi verið endurgreitt nú þegar.

Ábyrgðamál:

Verið er að vinna í ferli ábyrðgarmála og verður ferli fyrir öll vörumerki tilkynnt fljótlega.

Skilaboð:

Næstu daga verður hægt að senda skilaboð í spjalli á Facebook og gerum við okkar besta til að leysa úr öllum málum.

Þetta er búið að vera einstakt ferðalag og við þökkum viðskiptavinum okkar fyrir viðskiptin og einstaka velvild í okkar garð frá upphafi, takk fyrir okkur. 🙂

Starfsfólk Tölvutek“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Í gær

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið