fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Kristján segist af gamla skólanum: „Já, ég er með karlrembu og hún er ykkur konum að kenna“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. júní 2019 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Jóhannsson óperusöngvari talar nokkuð tæpitungulaust í viðtali við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttir í þættinum Segðu mér á Rás 1. Þar viðurkennir hann fúslega að vera karlremba en bætir því þó við að það sé konum að kenna.

Kristján segist vera tuðari og af gamla skólanum. „Ég er nú af svokölluðum gamla skóla og hann er bara langbesti skólinn. Það er alltaf þetta fjandans væl. Þá tuða ég. Það er kominn smá kall í mann. Karlremba er nauðsynleg,“ segir Kristján.

Í viðtalinu er Kristján spurður hvort hann hafi smitast af ítölsku karlrembunni, en þar hefur hann búið í nærri tíu ár. „Já ég er með karlrembu og hún er ykkur konum að kenna. Hún er mæðrum að kenna,“ segir hann. Hann segir ítalska karlmenn vera sjálfhverfa vælara.

„Þetta er þeim í blóð boðið frá mæðrum. Þessar mæður eru vitlausar þegar fyrsti sonurinn fæðist og þær láta þannig fram að fimmtugu. Það er í eðli mæðra að elska syni. Það er líka í eðli feðra að elska dæturnar meira. Það geri ég geri það allavega.“

Viðtalið má hlusta í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Í gær

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Í gær

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“
Fréttir
Í gær

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar
Fréttir
Í gær

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra