fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Forseti UFC tilbúinn að sjá um bardaga Tom Cruise og Justin Bieber – „Ég væri bjáni ef ég myndi ekki skipuleggja þennan bardaga“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 19. júní 2019 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og frægt er orðið skoraði poppstjarnan Justin Bieber á kvikmyndastjörnuna Tom Cruise í bardaga á twitter-aðgangi sínum á dögunum.

Þó svo að margir hafi leyft sér að efast um líkurnar á því að þessi bardagi myndi eiga sér stað þá hefur forseti UFC, Dana White lýst yfir áhuga á því að sjá um bardagann og segist jafnvel vera búinn að fá eitt símtal varðandi skipulagningu á honum. Þetta sagði hann í samtali við ESPN.

Undanfarin ár hafa svokallaðir peningabardagar (money fights) verið ansi vinsælir. Helst má nefna það þegar YouTube stjörnurnar KSI og Logan Paul mættust í hringnum og svo þegar MMA-bardagakappinn Conor McGregor bætti boxaranum heimsfræga Floyd Mayweather í boxbardaga sem sló öll met.

Auðvelt er þó að ímynda sér að bardagi á milli Bieber og Cruise myndi skapa meiri tekjur en allt sem áður hefur sést á þessum sviði, enda báðir mennirnir stórstjörnur.

Dana White hefur séð um að skipuleggja stórabardaga í áraraðir en hann átti einmitt stóran þátt í því að bardagi Mayweather og McGregor varð að veruleika.

„Ég væri bjáni ef ég myndi ekki skipuleggja þennan bardaga,“ sagði Dana og bætti við: „Engan bardaga yrði auðveldara að auglýsa en þennan.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala